Leita í fréttum mbl.is

Mánudagspósturinn 21. nóvember 2005

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, segir að Alfreð Þorsteinsson hafi verið ráðinn sem framkvæmdastjóri um byggingu nýs sjúkrahúss vegna „reynslu í að stýra byggingaframkvæmdum.“ Hrókeringar innan Framsóknarflokksins komi þar málum ekkert við, en Alfreð hefur sem kunnugt er verið oddviti framsóknarmanna í Reykjavík á undanförnum árum og átt stóran þátt í setja borgina nánast á hausinn í gegnum R-listasamstarfið og margfalda skuldir hennar. Hann hefur sömuleiðis tekið virkan þátt í því að hækka álögur á borgarbúa upp úr öllu valdi og á allan "heiðurinn" af því að hækka útgjöld reykvískra heimila vegna orkukaupa trekk í trekk sem stjórnarformaður Orkuveitunnar.

Og nú á Alfreð að sjá um að byggja nýtt sjúkrahús vegna þess að framsóknarmenn vilja eðlilega losna við hann sem oddvita sinn í Reykjavík. Alfreð beitti sér einmitt fyrir byggingu nýrra höfuðstöðva Orkuveitunnar sem fóru langt fram úr öllum kostnaðaráætlunum og rúmlega það. Vel hefur verið gert grein fyrir því ævintýri, eða öllu heldur martröð, bæði á síðum Morgunblaðsins og á því ágæta vefriti Andríki.is. Jón Kristjánsson segir í viðtali við NFS fréttastofuna í dag að ástæðan fyrir skipun Alfreðs sé einnig sú að hann hafi frétt að sá síðarnefndi hafi viljað losna út úr pólitík. Jájá, bíddu hver hélt honum þar? Var honum haldið þar nauðugum?

Reyndar er það nú svo að auðvitað var aðeins um að ræða leið forystu Framsóknarflokksins til að losna við Alfreð úr borginni. Skoðanakannanir í borginni hafa ekki beint verið upplífgandi fyrir framsóknarmenn og það verður sennilega seint sagt að Alfreð hafi mikinn kjörþokka. lýk þessu annars með því að benda á snilldar nálgun þeirra Baggalútsmanna á þessu máli eins og þeim einum er lagið.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband