Leita í fréttum mbl.is

Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlantshafsins!

Brezk stjórnvöld saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlantshafsins með því að hefja hvalveiðar á ný í atvinnuskyni. Ég held að þau ættu fyrst að líta í eigin barm. Hvað tók það langan tíma að loka loksins Sellafield-kjarnorkuverinu sem samkvæmt nýjustu fréttum er þó enn að valda alvarlegum umhverfisspjöllum? Það er merkilegt að stjórnvöld hér á landi, í Noregi og víðar hafi þurft að þrýsta á Breta árum saman til þess að verinu væri loksins lokað fyrst brezk stjórnvöld eru svona heilög þegar kemur að umhverfismálum að þau telja sig geta talað niður til okkar Íslendinga og skipað okkur fyrir í þeim efnum. Hvalveiðar okkar auk þess sjálfbærar og því í sátt við náttúruna en ég held einhvern veginn að það muni seint teljast í sátt við náttúruna að losa geislavirkan úrgang út í hana eins og gert hefur verið ítrekað í tilfelli Sellafield-kjarnorkuversins.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband