Miðvikudagur, 2. nóvember 2005
Bílastæðaklukkur virka
Akureyringar hafa riðið á vaðið í endurbótum á fyrirkomulagi bílastæðamála. Nú er komin nokkurra mánaða reynsla á svokallaðar bifreiðastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar en klukkurnar hafa á tilteknum svæðum miðbæjarins leyst af hólmi hina hefðbundnu stöðumæla. Fyrir skömmu lýsti talsmaður verslunarmanna í miðbæ Akureyrar ánægju sinni með þessa reynslu. Bifreiðaeigendur hljóta einnig að vera ánægðir með þessa breytingu enda hefur þjónustan bæði lækkað í verði og er orðin skilvirkari með því að menn þurfa ekki lengur að huga að skiptimynt þegar lagt er í bílastæðin í miðbænum.
Ég veit ekki hvort langur aðdragandi var að þessari skipulagsbreytingu hjá Akureyringum. Í Reykjavík, þar sem ég bý, hefur þessi sama hugmynd um bílastæðaklukkurnar borið á góma án þess þó að málið hafi komist á rekspöl. Það sem trúlega tefur að þetta framfaramál nái fram að ganga í Reykjavík eins og á Akureyri er sú staðreynd að hugmyndin að bílastæðaklukkunum var sett fram af minnihlutanum í borgarstjórn en ekki R-listanum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lengi talað fyrir þessari hugmynd og kynnti hana fyrstur manna hér í Reykjavík, löngu áður en Akureyringar ljáðu máls á henni. Akureyringar hafa nú tekið þann pól í hæðina að láta reyna á nýtt kerfi.
Nú hljóta flestir að geta tekið undir það að bílastæðamál eru miklum mun víðtækari í Reykjavík en á Akureyri. Bæði er um stærra svæði að ræða og trúlega er meiri nýting á hverju bílastæði í miðborg Reykjavíkur en á Akureyri, einfaldlega vegna þess gríðarlega fjölda sem þangað sækir þjónustu. Bílastæði við Laugaveginn þjóna einkum þeim sem þangað sækja í skamma stund. Menn þurfa að sinna einu eða tveimur erindum sem gjarnan taka lítinn tíma. Hefðbundnir stöðumælar eru þar ekki lengur heldur þurfa menn að greiða fyrir bílastæðin í sjálfsölum sem oft eru staðsettir langt frá sjálfu bílastæðinu. Og eins og slæmt veður geri Laugavegsfólki oft ekki nógu erfitt fyrir þá auka þessi hlaup til og frá sjálfsölum, með tilheyrandi skiptimyntavandræðum, ekki á ánægju manna af miðbæjarferðum. Bílastæðaklukkur með hóflega löngu fríu bílastæði er það sem þarf til þess að koma til móts við bæði verslunareigendur og þá sem sækja þjónustu í miðbæinn. Að mínu mati ætti að dusta rykið af tillögu Kjartans borgarfulltrúa.
Það er ansi hart fyrir Reykvíkinga að þurfa að sæta því að R-listinn geti ekki unnt minnihlutanum að koma í gegn góðum hugmyndum.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr(a)simnet.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004