Miðvikudagur, 25. maí 2005
Hvar eru feministarnir núna?
Í byrjun ársins var skipt um mann í brúnni á Útlendingastofnun og Hildur Dungal tók við af Georgi K. Lárussyni sem forstjóri stofnunarinnar. Georg stóð sig vel í starfi forstjóra að mínu mati, en hefur nú horfið til nýrra starfa sem forstjóri Landhelgisgæzlunnar og á klárlega eftir að gera góða hluti á þeim vettvangi líka. Þann tíma sem Hildur hefur gengt starfi forstjóra Útlendingastofnunar er ekkert sem gefur mér tilefni til að ætla annað en að hæf manneskja sé á ferð og hef ég enga ástæðu til að ætla annað en að stofnunin sé í góðum höndum þar sem hún er.
Það var þó ekki ætlunin með þessari grein að fjalla sérstaklega um forstjóraskiptin hjá Útlendingastofnun heldur hitt að við það tækifæri sem Hildur tók við sem forstjóri kíkti ég fyrir tilviljun á starfsmannalistann hjá stofnuninni. Rak ég strax augun í það að óvenjumargar konur starfa hjá stofnuninni miðað við karlpeninginn. Af 32 starfsmönnum stofnunarinnar eru aðeins tveir karlmenn. Persónulega gæti mér ekki verið meira sama þar sem ég tel kyn fólks ekki eiga að skipta máli við ráðningar í störf heldur hæfni þess, auk þess sem ég tel mig ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að allar þær 30 konur, sem hjá stofnuninni starfa, séu vel að störfum sínum komnar.
Hins vegar gat ég ekki annað en velt því fyrir mér í ljósi þessa hvar fulltrúar íslenzkra feminista væru núna. Hvers vegna þeir væru ekki búnir að vekja á þessu athygli og mæta fyrir utan stofnunina og mótmæla því að þarna væri brotið gróflega gegn rétti íslenzkra karlmanna til að skipa helming starfsmanna Útlendingastofnunar og hananú. A.m.k. gætu feministar vakið á þessu athygli opinberlega og krafist endurbóta, svona ef þeir vildu vera sjálfum sér samkvæmir. Kannski hafa þeir ekki vitað af þessu en þeir ættu a.m.k. einhverjir að gera það núna.
Ég á þó ekki von á því að íslenzkir feministar bregðist við þessari hvatningu. Annað væri þó án efa uppi á teningnum ef dæmið væri á hinn veginn, 30 karlar og aðeins tvær konur. Þá yrði sjálfsagt allt vitlaust í herbúðum feministanna og rúmlega það. Ég persónulega tel vitanlega allar hugmyndir um einhverja kynjakvóta vera út í hött enda þeirrar skoðunar að kyn eigi ekki að skipta máli í þessum efnum heldur einungis hæfni fólks til að gegna viðkomandi stöðum eins og fyrr segir.
Það er einu sinni alveg klárt mál að hagsmunum þjóðfélagsins í þessu sambandi byggjast á því að hver einstaklingur gegni þeirri stöðu sem hann er hæfastur til að gegna, eða því sem næst, og það á svo sannarlega ekki samleið með hugmyndum um að öllum sviðum þjóðfélagsins eigi að skipta til helminga á milli kvenna og karla. Fyrst og síðast erum við einstaklingar, óháð kyni.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004