Þriðjudagur, 6. júní 2006
Bíll óskast - brú til sölu!
Séu fréttir af samningsdrögum Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Björns Inga Hrafnssonar réttar er augljóst að besti staðurinn til að fá kjánalega góða samninga er í Valhöll. Fréttablaðið og Rúv segja frá því að skiptingin verði í grófum dráttum þessi:
Framsókn fær:
Formensku í Borgarráði, ÍTR, Velferðarráði og Menningar- og ferðamálaráði eða formennsku í 3 af 7 málefnanefndum borgarstjórnar auk borgarráðs.
Þar að auki fái Framsókn svo stjórnarformennsku í Faxaflóahöfnum.Sjálfstæðisflokkurinn fær:
Borgarstjóra, forseta borgarstjórnar, formennsku i Framkvæmdaráði, Menntaráði, Skipulagsráði, Umhverfisráði og stjórn Orkuveitunnar.
Það þýðir að Björn Ingi verður formaður Borgarráðs og líklega tveggja málefnanefnda, Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi fær svo formennsku í einni. Sjö borgarfulltrúar skipta verkefnum Sjálfstæðisflokks með sér, en forseti borgarstjórnar mun veljast í formennsku í einni málefnanefnd. Þar að auki hefur komið fram að leitað verði utan borgarstjórnarflokksins til að manna stjórn Orkuveitunnar. Hver eiga verkefni borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins þá að vera? Við eigum sterkan og góðan hóp fólks sem fór fyrir Sjálfstæðismönnum í Reykjavík, hversvegna á að leita út fyrir þann hóp að manna ábyrgðarstöður í borginni?
Einhverskonar helmingaskipti liggja á borðinu. Það getur verið að í ríkisstjórn myndist meira traust milli manna og flokka við slík skipti en styrkleikahlutföll milli flokkana tveggja eru 87,5% á móti 12,5%. Ef að við vörpum þessum hlutföllum yfir á þingið þá myndi það þýða að sjálfstæðismenn hefðu 29 þingmenn á móti 4 þingmönnum framsóknar, dettur einhverjum í hug að við þær aðstæður yrði boðið upp á helmingaskipti? Til að bíta höfuðið af skömminni hefur því verið fleygt að þessi hugmynd um helmingaskipti sé frá Sjálfstæðismönnum komin!
Hvernig stendur á þessari samningatækni? Þetta er sérstaklega furðulegt í ljósi þess að Framsókn mun ekki getað mannað þessar stöður almennilega og málaflokkarnir þeirra munu líða fyrir og þar með meirihlutinn. Þarna munu aðalmenn í borgarstjórn með verulegan atkvæðafjölda á bak við sig þurfa að una því að sitja með hendur í skauti og á meðan að varamaður framsóknar með örfá atkvæði að baki sér hefur gríðarleg áhrif. Allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins frá 13. sæti og uppúr tóku þátt í kostnaðarsömu prófkjöri, 10 þeirra fengu fleiri atkvæði þar en Framsóknarflokkurinn í kosningunum í Reykjavík.
Framsókn er ekki endilega greiði gerður með þessum ofurdíl, þeir mega síst við því að koma fyrir sjónir sem gráðugur flokkur sem fær alltof mikil áhrif miðað við fylgi. Ekki varð forsætisráðuneytið þeim til heilla og það er alls ekki víst að þessi samningur verði þeim að góðu. Kannski er eina von skynseminnar sú að Björn Ingi hafni samningnum og fari fram á minna, með þeim orðum að hann vilji einbeita sér að færri málum og gera meira. Þannig myndi hann strax sýna að þar er ekki dæmigerður framsóknarmaður á ferð og gera mikið til að endurreisa trúverðugleika flokksins.
Hvað vakir fyrir samningamönnum Sjálfstæðismanna er mér hulin ráðgáta. En ég veit að næst þegar ég þarf að kaupa mér bíl eða selja brú þá leita ég til borgarstjórnaflokks Sjálfstæðisflokksins.
Friðjón R. Friðjónsson
fyrrv. varaformaður S.u.s.
Meginflokkur: Borgarmálin | Aukaflokkur: Friðjón Rex | Breytt 27.4.2007 kl. 22:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004