Leita í fréttum mbl.is

Mínus einn blóðþyrstur morðingi

Að sögn Abu Musab Zarqawi hefur hann og ,,fylgjendur” hans drepið þúsundir íraskra borgara og hundruðir hermanna þeirra erlendu þjóða sem hafa eða hafa haft hermenn í Írak. Þeir hafa margoft lýst yfir ábyrgð á sprengingum sem drepið hafa meðal annars konur og börn og það er ekki að sjá að þeir skammist sín nokkuð fyrir slíkt – jafnvel þó meirihluti fórnarlamba þeirra aðhyllist einnig hina ,,friðsömu” trú, islamstrú.

Ólíkt því sem margir fjölmiðlar hafa haldið fram reis al-Zargawi ekki upp eftir innrás bandamanna í Írak í mars 2003. Það reyndar hentar fjölmiðlamönnum ágætlega að spila al-Zargawi sem einhverja frelsishetju Íraks. Ekki veit ég af hverju.

Al-Zargawi (sem var Jórdani) hét í raun Ahmed Fadel Nazal al-Khalayleh. Hann var fyrst álitinn hættulegur og ,,merktur” sem slíkur árið 2002. Bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og þýska alþjóðlega hryðjuverkadeildin (sem berst nú gegn hryðjuverkum þó nafnið sér ruglandi) færðu fram gögn sem sönnuðu og sýndu að al-Zargawi hefði reynt að smygla efna- og eiturvopnum til Rússlands, V-Evrópu og Bandaríkjanna. Hann hafði komið sér vel fyrir í Írak sem (þá) tengiliður við al Qaeda í gegnum samtök sem heita Ansar al-Islam.

Til að gæta allrar sanngirni þá eru til heimildir sem benda til þess að al-Zargawi og bin Laden hafi verið óvinir hér á árum áður. En eftir að al-Zargawi kom til Íraks árið 2002 til að komast undir læknishendur byrjaði hann eins og áður sagði að mynda góð tengsl við al-Qaeda.

En burtséð frá því hvort að þeir hafi verið vinir eða óvinir þá byggist líf þeirra og skoðanir á hatri. Þetta vita allir þó alltaf séu einhverjir vinstri menn og einstaka fjölmiðlar sem sjá meiri hættu af George W. Bush (sem verður farinn úr embætti innan þriggja ára) en mönnum eins og bin Laden og al-Zargawi.

En ég ætla nú ekki að fara að gefa þessum mönnum þann heiður að rifja upp ævisögu þeirra hér. Sem betur fer er nú einum blóðþyrsta morðingjanum færra í heiminum.

Það þykir nú ekki merkilegra en svo að einn aðal hryðjuverkamaðurinn í Írak hafi verið drepinn að það var þriðja frétt RÚV í gærkvöldi og áttunda frétt NFS. Hversu oft ætli Al-Zargawi og verk hans hafi verið fyrsta frétt fjölmiðlanna á meðan hann var á lífi og ,,gekk vel” í uppreisn sinni?

Al-Zargawi fer nú væntanlega til fundar við Yasser Arafat og fleiri samstarfsmenn í hryðjuverkabransanum. Það fjölgar vonandi fljótt á þeim fundi.

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is

p.s. Þeir sem hafa áhuga geta lesið hér um lokaaðgerðirnar gegn al-Zargawi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband