Leita í fréttum mbl.is

Aðstöðuleysi til módelsvifflugs mótmælt

Módel-svifflugfélagið Gustur mótmælir aðstöðuleysi til módel-svifflugs hér á landi. Nauðsynlegt er að reisa áttstrent fjall, í það minnsta 250 metra hátt. Toppurinn á fjallinu verður að vera sæmilega slétt gras. Bílvegur þarf að vera uppá fjallið. Með þessu væri hægt að stunda módel-svifflug í öllum vindáttum. Best væri að hið opinbera borgaði.

Enginn af meðlimum Gusts hefur sérstakan áhuga á tónlist, íslenska listdansflokknum, knattspyrnu, reiðmennsku, handbolta eða öðrum málum. Skattpeningum okkur, eins og annarra, hefur þó verið varið í aðstöðuuppbyggingu, niðurgreiðslur og styrki til þessara mála.

Öllum áhugamálum Íslendinga á að gera jafnt undir höfði, ef að veita á fé til þeirra úr opinberum sjóðum. Vegleg uppbygging knattspyrnuvalla, glæsileg tónlistarhús, reiðhallir og annað slíkt á kostnað skattgreiðanda er ekki réttlætanlegt nema að jafnræðis sé gætt. Vera má að færri hafi áhuga á módel-svifflugi en knattspyrnu og ýmsum öðrum tómstundum sem ríkisvaldið styrkir, og er það hugsanlega sökum þess að ríkisvaldið hefur ýtt undir iðkun annarra tómstunda með skattpeningum okkar í Gusti, og á kostnað útbreiðslu okkar eigin áhugamáls. Burtséð frá hversu vinsælt eða óvinsælt okkar áhugamál er (en við erum þó í það minnsta 200), þá hefur enginn rétt til að þvinga okkur til að niðurgreiða annarra manna hobbí. Við lítum þannig á að peningum okkar hafi verið stolið áratugum saman. Það er þjófnaður þegar að fjármunir eru teknir úr vasa eins, gegn vilja hans, til að nota í þágu einhvers annars.

Nú er komið að skuldadögum. Nýta skal nú opinbert fé í þágu módel-svifflugs, ellegar skal hið opinbera snúa sér að málum sem koma ríkisvaldinu við, og láta almenning huga að eigin tómstundum.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband