Leita í fréttum mbl.is

Veljum íslenska vinstrimenn

Fyrirsögn þessi kann að hljóma hálf einkennilega og er vart í anda íhaldsins. Ég er ekki að leggja til að fólk fari að kjósa Vinstri-græna og Samfylkinguna. Ég er hinsvegar á þeirri skoðun að íslenskir vinstrimenn hafi ákveðna kosti umfram flesta erlenda vinstrimenn. Þeir eiga það til að taka fyrirvaralausar u-beygjur til hægri í einstaka málum. Hvar annarstaðar en hér flykkjast vinstrimenn út á götur til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda til að takamarka völd auðhrings? Hvar annarstaðar finnum við vinstrimenn sem berjast gegn lögum um hringamyndun á markaði? Hinn miðju-sækni Sjálfstæðisflokkur hefur gott að smá aðhaldi frá hægri stöku sinnum, og ekki er það verra þótt aðhaldið komi frá Samfylkingunni.

Þeir Baugsmenn ættu að vita að hag þeirra er þeim mun betur borgið eftir því sem markaðurinn er frjálsari og skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjuskattur lægri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið stór skref til að leysa markaðinn undan höftum ríkisvaldsins og hafa lækkað skatta á fyrirtæki og fjármagnstekjuskattinn svo um munar. En það má alltaf gera betur. Það er spurning hvort að þeir Baugsmenn ættu ekki að taka upp samstarf við menn hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn? Væri ekki bara ljómandi gott að veita hinu málamyndandi miðju-moðs-blaði, Mogganum, sem hvetur Sjálfstæðisflokkinn til að færa sig yfir á miðjuna í leiðurum sínum, ærlega ráðningu?

Ókeypis fréttablað inn á heimili landsins, með ærlegri hægri slagsíðu í boði Baugs, myndi gera Moggann með öllu óþarfan.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband