Leita í fréttum mbl.is

Mánudagspósturinn 10. apríl 2006

Í ágúst á síðasta ári var haldin ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Mont Pelerin Society sem margir kannast vel við. Ráðstefnan, sem stóð í nokkra daga, þótti takast mjög vel og sóttu hana fjölmargir. Á meðal merkari gesta á henni var Vaclav Klaus, forseti Tékklands, og flutti hann afar fróðlegt erindi sem bar heitið „The Intellectuals and Socialism: As Seen from a Post-Communist Country Situated in Predominantly Post-Democratic Europe“. Í erindinu fjallaði Klaus m.a. um nýjar birtingarmyndir sósíalismans, ýmsar hugmyndafræðir sem væru sósíalískar í grunninn og sem vinstrimenn hafi í auknum mæli farið að leggja áherzlu á og skýla sér á bak við eftir fall Sovétríkjanna. Sósíalisminn væri alls ekki dauður, hann hefði aðeins verið að stóru leyti færður í nýjar umbúðir sem þættu vænlegri til markaðssetningar.

Meðal þeirra hugmyndafræða sem Klaus tiltók í þessu sambandi eru umhverfisverndarhyggja (þar sem náttúran er sett í forgang en ekki frelsið) og róttæk mannréttindahyggja (þar sem ótrúlegustu hlutir eru skilgreindir sem mannréttindi). Þá nefndi Klaus m.a. fjölmenningarhyggjuna, feminismann og Evrópuhyggjuna (stuðningur við samrunaþróunina innan Evrópusambandsins) til sögunnar. Erindi Klaus er um margt mjög fróðlegt og hvet ég fólk endilega til að kynna sér það nánar, en það má m.a. nálgast á heimasíðu höfundar. Sömuleiðis er hægt, ef fólk kýs þann kostinn frekar, að hlýða á ræðuna á netinu á vefsíðunni The Brussels Journal.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband