Leita í fréttum mbl.is

Gráðugu geiturnar

Evrópubúar eiga sér guð. Hann heitir ,,hið opinbera". Ríki og bær sinna okkur frá vöggu til grafar. Við sækjum opinbera skóla, leggjumst inn á sjúkrahús ríkisins, þiggjum atvinnuleysisbætur, vaxtabætur, barnabætur og hvað það nú heitir allt saman. Við treystum því að stjórnvöld hjálpi þeim sem minna mega sín, sjái um þróunaraðstoð, fylgist með hlýnun jarðar, segi okkur veðurfréttir, kenni börnum okkar á hljóðfæri og útvegi okkur atvinnu (gefðu mér álver), sjái um fjárveitingar til menninga, lista, íþrótta og tómstunda og ég veit ekki hvað.

Ég held að ein af mörgum afleiðingum þessarar tilbeiðslu okkar á ,,stóra bróður" sé sú að margir geri lítið til að hjálpa t.d fátækum, sjúkum og öðrum slíkum. Af hverju segi ég það? Jú, það er innprenntað í okkur frá blautu barnsbeini að þeir sem minna megi sín, eða þurfi á einhverskonar aðstoð að halda, eigi að vera sinnt af ,,hinu opinbera". ,,Ríkið" á að hjálpa þeim. Afleiðingin er sú að einstaklingum finnst það frekar en ella vera vandamál einhvers annars en þeirra sjálfra að aðstoða.

Þessari kenningu minni til stuðnings bendi ég hér á þá staðreynd að almenningur í Bandaríkjunum, þar sem ríkið hefur tekið að sér miklu færri ,,velferðarverkefni" en stjórnmvöld í Evrópu, gefur 15 falt meira í þróunaraðstoð til þriðja heims landa en almenningur búsettur í Evrópu. Ath: FIMMTÁN DOLLARAR FRÁ BANDARÍKJUNUM Á MÓTI EINUM FRÁ EVRÓPU!

Ég legg til að framlög einstaklinga til mannúðarmála (og hér er ég ekki einungis að tala um þróunaraðstoð, heldur um hvaðeina annað, sem talist getur gott málefni) verði gerð frádráttarbær frá skatti. Það gæti hjálpað til við að virkja hinn ,,óobinbera" almenning til dáða, og losað hann undan slæmum áhrifum ,,uppeldisins".

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband