Miðvikudagur, 25. janúar 2006
Vitleysisumræða um skattamál
Það er meiri vitleyisumræðan sem er í gangi í þjóðfélaginu um skattamál. Stjórnarandstæðingar, með Stefán Ólafsson félagsfræðaprófessor í broddi fylkingar, hafa beinlínis haldið því fram að ríkisstjórnin hafi sagt ósatt um að skattar hafi lækkað á Íslandi vegna þess að skattbyrðin í landinu hafi aukizt. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er auðvitað tvennt ólíkt. Ríkisstjórnin hefur aldrei haldið því fram að skattbyrðin hafi minnkað heldur skattarnir sem slíkir í prósentum talið. Hins vegar hafa þær skattalækkanir, og aðrar kærkomnar efnahagsumbætur sem ríkisstjórnin hefur staðið að á undanförnum árum, leitt til aukinna umsvifa og velmegunar í landinu og þar með meiri verðmætasköpunar og hærri tekna landsmanna. Þetta hefur aftur þýtt að í krónum talið er fólk að greiða meira til ríkisins í dag en t.d. fyrir áratug þó prósentuhlutfallið hafi lækkað verulega. En fólk hefur líka á móti haft úr miklu meiru að moða en nokkurn tímann áður. En það minnast stjórnarandstæðingar ekkert á enda ekki heppilegt fyrir þeirra áróður.
Vefþjóðviljinn hefur m.a. fjallað um þetta mál í nokkrum pistlum að undanförnu og útskýrt hvernig í þessum málum liggur. Í einum slíkum vitnar hann í einn af fjölmiðlapistilum Ólafs Teits Guðnasonar í Viðskiptablaðinu og segir síðan: Fyrir utan þau dæmi sem Ólafur Teitur tekur hér, þá má ímynda sér að maður nokkur hafi í laun nákvæmlega 100 þúsund krónur umfram svokölluð skattleysismörk. Ef hann myndi skyndilega lækka í launum um þennan hundraðþúsundkall þá gæti hann auðvitað glaðst yfir því að skattbyrði hans hefði lækkað með mjög afgerandi hætti. En það er ekki víst að honum þættu skiptin góð. Aukin skattbyrði getur verið til marks um að það hafi einfaldlega hlaupið á snærið hjá launamanninum.
Málflutningur stjórnarandstæðinga hefur þess utan allur snúist um einhver meint ósannindi ríkisstjórnarinnar sem enginn fótur er fyrir eins og kemur fram hér á undan. Málið í heild er þannig alfarið eignað ríkisstjórninni þó staða mála í landinu í heild hafi verið til umræðu. Þ.m.t. staðan hjá sveitarfélögunum í landinu s.s. Reykjavíkurborg sem er langfjölmennasta sveitarfélags landsins eins og kunnugt er. Þar hafa vinstrimenn ráðið ríkjum sl. 12 ár og beinlínis stundað það allan þann tíma í síauknum mæli að hækka skatta og álögur á borgarbúa auk þess að finna upp ófáa nýja skatta og margfalda skuldir borgarinnar. Skattbyrðin í Reykjavíkurborg, sem hefur gríðarleg vægi í þessu dæmi í krafti fólksfjölda, hefur því ekki bara aukizt stórlega á undanförnum árum heldur skattarnir sem slíkir sömuleiðis í prósentum talið.
Og svo þykjast stjórnarandstæðingar vera þess umkomnir að skammast út í ríkisstjórnina í þessu sambandi og það á algerlega uppskálduðum forsendum. Skattbyrðin á Íslandi hefur vissulega aukizt en það er ekki vegna þess að skattar sem slíkir hafi hækkað heldur fyrst og fremst vegna þess að velmegun landsmanna hefur aukizt gríðarlega á síðastliðnum árum vegna efnahagsumbóta ríkisstjórnarinnar eins og Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, hefur m.a. staðfest. Það er hins vega ljóst að ef vinstrimenn komast einhvern tímann í ríkisstjórn þá munu skattar sem slíkir ekki aðeins hækka verulega heldur einnig skattbyrðin sem afleiðing af því. Hvernig staðið hefur verið að málum í Reykjavík í valdatíð R-listans er til marks um það.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Meginflokkur: Skattamál | Aukaflokkur: Friðjón Rex | Breytt 27.4.2007 kl. 23:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004