Leita í fréttum mbl.is

Skattar lækka; er ríkisreksturinn of góður?

Nú um áramót lækkar skattprósentan um 1% sem er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalækkun sem þessi er að sjálfsögðu af hinu góða enda skattar gjarnan of háir á Íslandi. Samkvæmt loforði stjórnarflokkana á skattprósenta ríkisvaldsins eftir að lækka um 2% til viðbótar við þau 2% sem hann hefur nú þegar lækkað um þessi áramót.

Að sama skapi hefur bæði erfðafjárskattur og eignarskattur verið afnuminn og það er greinilegt að slíkt afnám skatta kemur öllum vel, ekki síst eldra fólki sem hefur eytt allri sinni ævi í að vinna hörðum höndum til að eignast t.a.m. húsin sín og aðrar eigur.

Reyndar hefur útsvar sveitafélaga hækkað á flestum stöðum og þannig búið að ,,stela” hluta skattalækkunnar ríkisstjórnarinnar. Í flestum sveitafélögum stendur ekki til að lækka útsvarið. Á því eru þó örfáar untantekningar eins og Seltjarnarnes þar sem reksturinn er til fyrirmyndar. Það bæjarfélag er á sama tíma að lækka útsvar og lækka skuldir íbúa þess.

Nú stendur til að greiða upp mest allar skuldir ríkissjóðs. Það er ekki nóg með að skuldirnar lækki heldur sparar ríkið sér gífurlega mikið fjármagn sem annars ætti að fara í vaxtagreiðslur á þeim lánum sem fyrir voru. Skattar eru að lækka og stefna núverandi stjórnvalda er að lækka þá enn meira. Best yrði auðvitað að ríkisstjórnin og Alþingi tækju sig til og minnkuðu útgjöld ríkissins þannig að hægt sé að lækka skatta enn meir. Ymiss gæluverkefni, misnotkun ríkisfjármangs, óreiða og skipulagsleysi einkennir oft ríkisútgjöldin og það eru skattgreiðendur sem borga reikninginn. En svona á heildina litið er rekstur ríkisvaldsins góður. Allavega það góður að skattarnir eru að lækka.

En þá kemst maður ekki hjá því að spyrja sig, er hann kannski of góður? Og hvað á ég við með því. Jú, segjum sem svo að eftir tvö ár komist vinstri stjórn til valda. Við skulum nú vona okkar allra vegna að svo verði ekki en það gæti gerst. (minnir svoldið á launaverndar auglýsingarnar - ,,ég meina það gæti gerst”)

Þá myndi sú ríkisstjórn byrja með gott tromp á hendi, lágir skattar og litlar sem engar skuldir. Það er alveg fullkomið form fyrir vinstri menn. Á meðan hægri stjórn væri vís með að lækka skatta enn frekar en þeir verða vorið 2007 og taka til í ríkisútgjöldum þá geri ég ráð fyrir að vinstri menn sjái sér leik á borði við að keyra skattana og skuldirnar upp komist þeir til valda. Já, það er hægt að hækka bæði, sjáum til dæmis rekstur Reykjavíkurborgar.

Auðvitað munu vinstri menn aldrei fara út í kosningabaráttuna vorið 2007 með það loforð að skattar og skuldir verði búnar að hækka þegar kosið verður aftur 2011 (þ.e.a.s. ef að hugsanleg vinstri stjórn sitji í fjögur ár sem er ekki líklegt frekar en áður hér á landi.) En eins og sagan kennir okkur virðist það vera almennt að vinstri menn kunna lítið að fara með almannafé. Aftur nefni ég Reykjavíkurborg sem dæmi. Þar hefur almannfé horfið hraðar en borgarstjórarnir sjálfir og borgarbúum öllum er sendur reikningurinn, eða öllu heldur börnum núverandi borgarbúa því ef fer sem fram horfir eru það þau sem koma til með að borga reikninginn. Já, gjaldfrjálsi leikskólinn dugir því skammt.

Það er því mjög líklegt að ef vinstri stjórn kemst hér á muni hagvöxtur stöðvast að einhverju marki og sú uppsveifla sem hefur verið hér síðasta áratuginn mun sveiflast eitthvert annað en upp. Þess vegna þurfa hægri menn að vera duglegir við að koma málefnum sínum fram, ekki síst í efnahagsmálum. Hér má ekki verða ríkisstjórn sem verður lauslát í fjármálum eins og R-listinn hefur verið. Hvorki við né börnin okkar höfum efni á því né eigum það skilið.

Að öðru leyti óska ég lesendum öllum gleðilegs árs og þakka þær góðu móttökur sem Íhald.is hefur fengið.

Gísli Freyr Valdórsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband