Miðvikudagur, 28. desember 2005
Ingibjörg Sólrún er tónlaus lúður í íslenskum stjórnmálum
,,Ef við byggjum í réttarríki væri Davíð Oddsson kominn á bak við lás og slá
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 1987
,,Davíð nýtur valdanna, það fer ekki á milli mála. Ég man eitt sinn er ég sá hann niðri í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní. Það gekk hann um ljómandi eins og barn í eigin afmæli. Ég held að Davíð upplifi tímamót í sögu Reykjavíkur eins og þau væru hans eigin. Það er eins og hann geti ekki gleymt því eitt augnablik að hann er borgarstjóri.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um Davíð Oddsson 1989
Í vor urðu formannsskipti í flokknum. Eftir mjög harða kosningabaráttu sigraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svila sinn, Össur Skarphéðinsson. Hún hafði tilkynnt framboðið tveimur árum áður eftir að flokkurinn hafði ekki náð takmarki sínu í þingkosningunum árið 2003. Ingibjörg hafði nokkrum mánuðum fyrir kosningar stigið inn í landspólitíkina og var þá orðinn forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Reyndar fór það alveg framhjá Samfylkingarmönnum að forsætisráðherra er ekki kosinn í beinni kosningu en það virtist litlu máli skipta. Samfylkingin náði eins og áður sagði ekki takmarki sínu í kosningunum.
Þá var settur á stofn sérstakur framtíðarhópur ,, til að móta og útfæra nánar þá stefnu flokksins sem samþykkt var á stofnfundi í maí árið 2000." Lítið hefur þó komið frá framtíðarhópnum sem hægt er að telja sem innlegg í stjórnmálaumræðuna.
Nú, þegar flokkurinn mælist með minna fylgi en nokkru sinni fyrr þá er það allt í einu ekki vandamál formannsins heldur vandamál ,,forystunnar. Já, forystan þarf að bæta sig og koma sér saman um málefni til að vinna eftir. Að sjálfsögðu hvílir engin ábyrgð á formanninum. Það er forystan gott fólk. Þetta er allavega það sem ISG lét hafa eftir sér þegar hún var ynnt álits á slæmu gengi flokksins.
Reyndar hafa þingmenn flokksins að vissu leyti tekið undir þetta. Þegar tvær þingkonur Samfylkingarinnar sátu fyrir svörum í Silfri Egils fyrir örfáum vikum um lítið fylgi flokksins í skoðanakönnunum voru þær sammála um að flokkurinn þyrfti að móta sér framtíðarstefnu og leggja hana almennilega á borðið. Þær bættu því svo við að flokkurinn hefði verið að vinna að ákveðnum málum og verið að ,,móta sig innan frá.
Þetta er allt mjög skrautlegar yfirlýsingar bæði formanns og þingmanna flokksins. Flokkurinn er búinn að fara í gegnum tvennar þingkosningar einu sinni í gegnum sveitarstjórnarkosningar. Það var búin til fyrrnefndur framíðarhópur til að móta og útfæra stefnuna og ekki nóg með það heldur veitti núverandi formaður flokksins honum forystu. Og árangurinn: Enginn.
Og í stað þess að ,,móta stefnuna hefur Ingibjörg nú tekið upp á því að bjóða hinum og þessum ,,feitum embættum í ríkisstjórn sem er ekki einu sinni til. Jónarnir tveir eru allt í einu orðnir helsta von formannsisn um vinsældir. Rétt er þó að taka fram að þetta var einhliða ákvörðun Ingibjargar en ekki þeirra fjölmörgu þingmanna sem hugsanlega hefðu áhuga á að taka ráðherrasæti í ríkisstjórn (verði hún nokkurn tímann til).
Nei, sannleikurinn er sá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er tónlaus lúður í pólitík. Hún talar þegar hún heldur að það komi sér vel. Yfirlýsingar eins og þær að frjálshyggja sé á undanhaldi, Ísland eigi að taka upp Evruna og að hækka beri fjármagnstekjuskatt eru aðeins laglausir tónar sem eiga að krydda á stjórnmálaumræðuna. Á meðan Ingibjörg talar um að frjálshyggjan sé á undan haldi er hver þjóðin á fætur annari að kjósa sér hægri stjórnir og allflestir sjá að vinstrimenn kunna lítið að fara með opinbert fé og málefni. Besta dæmi hérlendis er R-listinn.
Borgarstórnarferill Ingibjargar er til skammar (þó að hún skammist sín eflaust ekki) og pólitík hennar hefur í næstum tuttugu ár snúist um hatur á Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum en ekki eigin pólitískum hugsjónum. Nú þegar Davíð Oddsson er horfinn að sjónarsviði stjórnmálanna og Ingibjörgu hefur og mun aldrei takast að vinna hann í nokkrum kosningum þarf hún að finna sig í pólitík upp á nýtt. Ingibjörg virðist enga fasta stefnu hafa í nokkru máli og er fylgi flokksins eftir því.
Ef Ingibjörg kemst til valda vill hún ráða sem mestu sjálf. Þeir sem þekkja til starfa hennar í Reykjavíkurborg vita að hún starfar eftir eigin hug en talar út á við um ,,umræðustjórnmál og ,,virkt lýðræði sem er ekkert annað en innantómt blaður. Hún mun reyna að hefja samningaviðræður við ESB, hækka skatta og skuldir og skilja reikninginn eftir handa börnum okkar. Hún mun setja sína vini og kunningja í helstu stöður og jafnvel búa til nýjar ef þess þarf. Hún hefur gert þetta allt áður.
Nú af hverju er íhaldsmaðurinn að velta sér svona mikið upp úr Ingibjörgu og Samfylkingunni? Jú, ástæðan er einföld. Samfylkingin er upphaflega búin til til að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og veita honum aðhald og samkeppni. Á milli vinstri og hægri afla landsins eiga að vera átök og umræður um ólíkar skoðanir og málefni. Þau eiga hins vegar að vera málefnaleg og fara fram með heildarhag þjóðarinnar í huga. Ekki að byggjast upp af persónulegu hatri eins stjórnmálamanns á öðrum. Ef að Samfylkingin hefði skýra stefnu þá væri það verðugt verkefni að takast á við flokkinn á sönnum vettvangi stjórnmálanna. Það er ekki hægt í dag. Samfylkingin veit ekki einu sinni sjálf hvar hún vill staðsetja sig í stjórnmálum, hvernig eigum við þá að rökræða við þá á málefnalegum vettvangi?
Meginflokkur: Vinstrimenn á villigötum | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 23:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004