Leita í fréttum mbl.is

Ritstjórnarviðhorf - Margur telur mig sig

,,Flugufóturinn” útskýrir af sinni alkunnu gamansemi og gríni, að við á íhald.is/Veritas séum rasistar. Hér eru dæmi:

,,Helstu áhugamál hugdettunnar eru þannig: hreinleiki … kynstofna”

Meðal helstu skýrslna á vegum hugdettunnar má nefna:

3. ,,Þekktu frændur þína! - Úttekt á frændsemi Evrópuþjóða." Margir kalla þjóðir frændþjóðir sem ekki eru eru það (t.d. Finnar). Þetta er mikið vandamál.

Þá er fyrirhugað að hugdettan standi fyrir sérstakri fyrirlestraröð um norrænan kynstofn og hættur sem fylgja því að börn læri tungumál, önnur en germönsk.

Það er alveg einstakt að vera grunaður um kynþáttahyggju. Einn albesti vinur minn heitir Kusse Soka. Hann er frá Eþíópíu. Við hlupum saman, borðuðum saman, rúntuðum saman, horfðum saman á bíómyndir. Þegar ég var hvað mest með Kusse, var ég reglulega gestkomandi á heimilum Afríkumanna hérlendis. Mér fannst það mjög skemmtilegt og ánægjulegt, og var mér afar vel tekið... svona af ,,nasista” að vera (þ.e.a.s. ef marka má flugufótinn, þá er ég hálfgerður nasisti). Síðan átti ég mjög góðan vin frá Ghana, sem er nú aftur fluttur heim til sín. Ég er einhvers staðar með spólur sem hann lánaði mér sem ég gleymdi að skila honum... hvar voru þær nú aftur? Annar góður félagi minn heitir Jeannot. Hann er frá Madagascar. Við brölluðum ýmislegt. Nikolai, samnemandi minn og vinur í Háskólanum á Akureyri er frá Ghana. Hann hefur beðið mig að kenna sér á gítar. Ég hef aldrei séð neinn af öllum þessum stóra hópi af pólitískt rétthugsandi fólki úr röðum samnemenda minna ræða við hann. Við Nikolai hittumst um helgar.

Vonandi eignast Kusse fljótlega son. Það yrði skemmtilegt ef dóttir mín giftist honum, ef strákurinn yrði eitthvað líkur pabba sínum.

Þeir sem þykjast hafa innsýn inn í hugsunarhátt fólks sem það þekkir ekki neitt ættu að hugsa sinn gang.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband