Leita í fréttum mbl.is

Osama Hussein og Saddam Bin Laden - Fyrsti hluti

Hér verður fjallað um tengsl stjórnar Saddams Hussein við al Qaeda. Af mjög miklu er að taka og verður því málinu gert skil í nokkrum hlutum. Efnið er unnið upp úr bókinni Disinformation eftir Richard Miniter. Margt áhugavert er að finna í henni.

- Myndir sem leiniþjónusta Malasíu tók í janúar 2000, sýna að Ahmed Hikmat Shakir, starfsmaður írösku leinþjónustunnar, var á fundum með al Qaeda liðum.

- Samkvæmt gögnum frá írösku leyniþjónustunni hitti Bin Laden fulltrúa írösku leiniþjónustunnar á fundi í Sýrlandi árið 1992.

- Samkvæmt leiniþjónustu Súdana áttu fulltrúar írösku leiniþjónustunnar fundi með bin Laden árið 1994 í Khartoum.

- Michael Scheuer, mikill og hávær andstæðingur Bush stjórnarinnar og fyrrum yfirmaður þeirrar CIA deildar sem fylgdist með bin Laden, skrifar í bók gefinni út árið 2002 að bin Laden og Írakar hafi náð tengslum í gegnum starfstöð al Qaeda í Khartoum.

- Samkvæmt grein í Weekly Standard, kom bin Laden sér í samband við stjórnvöld í Írak til að verða sér útum efna og sýkla vopn, sem hann ætlaði að nota gegn óvinum íslam á 10 áratugnum.

- Ítalska blaðið Corriere della Sera fjallaði um yfirmann írösku leiniþjónustunnar, Faruq al-Hijazi, sem var falið að hlúa að sambandi Íraka við al-Qaeda á seinni hluta tíunda áratugsins, og greindi frá ýmsum fundum á milli þessara aðila.

- Árið 1999 sagði hið vinstrisinnaða breska blað, Guardian, frá því að Faruq al-Hijazi, yfirmaður írösku leyniþjónustunnar, hefði farið til Khandahar í Afganistan til að ráðgast við al Qaeda, og til að bjóða bin Laden hæli í Írak.

- Árið 2000 lýsti stjórn Sádí-arabíu yfir hættuástandi um allt land, sökum þess að al Qaeda og Írak höfðu komist að samkomulagi um að gera sameiginlegar árásir á breska og bandaríska “hagsmuni” á Arabískaganum.

- Samkvæmt gögnum sem fundust eftir innrásina í Írak sendi al Qaeda háttsettan fulltrúa til Bagdad árið 1998 til að funda í 16 daga með íröskum stjórnvöldum. Írakar borguðu fyrir dvöl hans á glæsihóteli (herbergi 414 í Mansur al-Melia), og vonuðu að fundirnir yrðu til þess fallnir styrkja enn frekar tengslin við al- Qaeda.

- Í október 2000 var fulltrúi írösku leiniþjónustunnar, Salah Suleiman, handtekinn við landamæri Afganistian af stjórnvöldum í Pakistan eftir fundi með Ayman al-Zawahiri, næst æðsta manni al Qaeda.

- Qassam Hussein Muhammed, fyrrum starfsmaður írsösku leiniþjónustunnar sagði frá því í viðtali árið 2002, að hann hafi verið einn af 17 lífvörðum al- Zawahiri, er hann heimsótti Bagdad árið 1992. Hann sagði al Zawzhiri hafa dvalið á al-Rhasid hótelinu, og að honum hefði oft verið fylgt að höllum Saddams Hussein til funda. Svipaða sögðu sagði Abu Aman Amaleeki.

- Allawi sagði frá því í ítarlegu viðtali við dagblaðið Al-Hayat að al- Zawahiri hefði einnig dvalið í Írak í september árið 1999.

- Saddan Hussein bauð al-Zawahiri að vera viðstaddur ráðstefnuna “Popular Islamic Conference”

- Spænski músliminn Yusuf Galán (Luis Galán Gonzales) var ákærður af spænskum dómstólum fyrir sinn þátt í undirbúningi árásanna á Tvíburaturnanna. Við húsleit hjá honum fundust ýmis gögn sem tengdu hann við al Qaeda, svo og boð um að koma í veislu í íraska sendiráðinu í Madrid.

- Í stjórnstöð írösku leyniþjónustunnar fundust gögn um fjárhagsstuðning Bagdad stjórnarinnar við hryðjuverka hóp í Úganda sem tengist al Qaeda. Samkvæmt Daily Telegraph vildi þessi hópur stofna æfingastöð í Írak þar sem að undirbúa ætti menn fyrir heilagt stríð (jihad). Æfingastöðin átti að vera “International holy warrior network”.

- Dagblaðið Al Hayat sagði frá því þann 23 Maí 2005 að samkvæmt al Qaeda liðum í haldi, hefði að Saddam Hussein verið reiðubúinn til að hjálpa al Qaeda eftir árásir þeirra á Bandarísk sendiráð í Keníu og Tansaníu, svo og að Saddam Hussein hefði lýst yfir hrifningu sinni með USS Cole árásirnar í Jemen í október árið 2000.

- Hryðjuverkahópurinn Ansar al-Islam, tengdist bæði íraksstjórn og al-Qaeda. Foringi hópsins (Mullah Melan Krekar) sagði við Kúrdískt dagblað að hann hefði fundað reglulega með bin Laden og al Qaeda mönnum síðan árið 1988. Mullah Melan Krekar sagði að þegar að hann hefði skipulagt sjálfsmorðsárásir á Bandaríkjamenn árið 2001, hefði hann fengið styrk uppá 300.000 dollara frá al Qaeda. Krekar þessi er nú í varðhaldi í Hollandi. Hópur hans (Ansaar al-Islam) var og er hliðhollur Saddam Hussein, og starfar að mestu leyti í norður Írak, og gerir árásir á kúrdneska andstæðinga Saddams Hussein. Talsmenn Kúrda segja að starf Ansar al-Islam hafi verið fjármagnað af Bagdad stjórninni.

- Franska blaðið Le Monde sagði frá því í júlí á þessu ári, að Asnar al-Islam hafi verið stofnað með hjálp Saddams Husseins annars vegar, og al Qaeda hins vegar, til að berja á ,,vestrænum” Kúrdum og finna nýliða fyrir al Qaeda.

- Tvö hleruð símtöl frá árinu 2002 tengja bæði Saddam stjórnina og al Qaeda við Asnar al-Islam. Þau sanna fjárstuðning Íraksstjórnar við samtökin. Einnig kom fram að Saddam stjórnin og al Qaeda hefðu náð samkomulagi um hæli og skjól í norður Írak fyrir al Qaeda menn á flótta frá Afganistan.

- Meðlimur Asnar al-Islam, Rebwar Mohammed Abdul, sagði LA Times frá því að hann hefði séð fulltrúa Saddams Hussein með Krekar.

- Fangar úr röðum Asnar al-Islam í haldi Kúrda hafa staðfest tengsl við bæði Saddam stjórnina og al Qaeda.

- Írakinn Abu Mohammed sem flúði til Tyrklands, sagði Sunday Times að hann hefði séð menn bin Ladens í æfingabúðum í Írak árið 1997. Mohammed var á þeim dögum meðlimur í sérsveit Saddams Hussein, ,,Fedayeen”. Hann sagði m.a. frá því sem hann sá í Salam Park búðunum, suð vestur af Bagdad., sem reknar voru af írösku leyniþjónustunni. Þar sá hann menn æfa flugrán með alvöru Boeing 707 vélum. ,,Jamil Kamil herforingi og búðastjóri tók á móti okkur ásamt herforingjanum Ali Hawas. Ég sá þar hóp manna standa í röð til að fá að borða. Hawas sagði, ekkert vera að spá í þeim, þeir eru menn bin Laden. Þeir koma þér ekkert við.”

- Ravi Nessam, fréttamaður Associated Press segist hafa séð risastórar farþegaþotur í æfingabúðum Salam Park, og að þar hafi augljóslega verið hryðjuverka æfingar.

- Sabah Khodada fyrrum herforingi í íraksa hernum sagði í október 2001 í viðtali við PBS sjónvarpstöðin að Salam Park búðirnar væru sérhæfðar til að búa til hryðjuverkamenn og flytja þá út um allan heim. ,,Við æfðum flugrán og lestarrán, rændum strætis vögnum, hvernig undirbúa ætti sjálfsmorðsárásir, hvar best væri að koma fyrir sprengjum. Við æfðum okkur í að ræna flugvélum með einföldum hnífapörum...”

Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt talað um það að sauðvitlaus almenningur í Bandaríkjunum hafi talið vera tengsl milli Saddams Hussein og al-Qaeda. Sem betur fer vita Evrópu búar, skynsamir og vel upplýstir eins og þeir nú eru, að engin tengsl voru milli Saddam Hussein og al Qaeda. Er það?

Framhald á miðvikudaginn....

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband