Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt fullveldi í 87 ár

Ritstjórn Íhald.is óskar landsmönnum öllum til hamingju með fullveldisdaginn, en í dag eru liðin 87 ár frá því að sambandslagasamningurinn tók gildi á milli Íslands og Danmerkur 1. desember 1918.  Með honum varð Ísland fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Þar með fengu Íslendingar loks langþráð yfirráð yfir svo að segja öllum sínum málum, en Danir fóru áfram með utanríkismál Íslands og landhelgisgæslu í umboði íslenskra stjórnvalda. Smiðshöggið var síðan lagt á frelsi íslensku þjóðarinnar þegar Ísland varð sjálfstætt ríki 17. júní 1944 og lýðveldið var stofnað.

Í tilefni dagsins ákváðum við að birta hér fyrir neðan Lýðveldishátíðarljóð Jóhannesar úr Kötlum sem hann fékk 1. verðlaun fyrir í samkeppni í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944. Og þó Jóhannes hafi verið kommúnisti þá er ljóðið gott ;)

Lands míns föður

Land míns föður, landið mitt
laugað bláum straumi
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
þetta auglit elskum vér,
- Ævi vora á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.

Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu ísa og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
 undir norður ljósum.

Höf.: Jóhannes úr Kötlum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband