Fimmtudagur, 1. desember 2005
Íslenskt fullveldi í 87 ár
Ritstjórn Íhald.is óskar landsmönnum öllum til hamingju með fullveldisdaginn, en í dag eru liðin 87 ár frá því að sambandslagasamningurinn tók gildi á milli Íslands og Danmerkur 1. desember 1918. Með honum varð Ísland fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Þar með fengu Íslendingar loks langþráð yfirráð yfir svo að segja öllum sínum málum, en Danir fóru áfram með utanríkismál Íslands og landhelgisgæslu í umboði íslenskra stjórnvalda. Smiðshöggið var síðan lagt á frelsi íslensku þjóðarinnar þegar Ísland varð sjálfstætt ríki 17. júní 1944 og lýðveldið var stofnað.
Í tilefni dagsins ákváðum við að birta hér fyrir neðan Lýðveldishátíðarljóð Jóhannesar úr Kötlum sem hann fékk 1. verðlaun fyrir í samkeppni í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944. Og þó Jóhannes hafi verið kommúnisti þá er ljóðið gott ;)
Lands míns föður
Land míns föður, landið mitt
laugað bláum straumi
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
þetta auglit elskum vér,
- Ævi vora á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu ísa og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norður ljósum.
Höf.: Jóhannes úr Kötlum
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004