Föstudagur, 4. nóvember 2005
Klikkaðir Kommúnistar
Maður nokkur heitir Battisti. Hann er ítalskur og hefur búið í Frakklandi í 13 ár. Hann hefur viðurværi sitt af því að skrifa sakamálasögur og er afar vel liðinn af hinni vinstrisinnuðu frönsku lista-akademíu. Ítalir hafa krafist framsals Battisti vegna ýmissa blóðugra ofbeldisverka og morða, en án árangurs.
Battisti sat í fangelsi á Ítalíu árið 1981, en meðlimir PAC ( Prolétaires armés pour le communisme), ,,Vopnvæddir öreigar kommúnismanns, brutust inn í fangelsið og leystu hann úr haldi. Fyrst var hann sendur til Mexíkó, en hann fann á endanum öruggt skjól í vinaríkinu Frakklandi. Mitterand, formaður Sósíalistaflokksins og þáverandi forseti Frakklands brást ekki byltingarsinnum frekar en fyrri daginn. Frakkland hefur hugsað vel um félaga Battisti allar götur síðan, og neitað að framselja hann til ,,auðvaldsins.
Árið 2004 var hins vegar loksins ákveðið að fullnægja réttlætinu. Battisti á að sæta lífstíðar fangelsisvist fyrir afbort sín. Vinstrisinnaða franska listasnobbið er auðvitað ösku illt. Einnig hin franska stjórnarandstaða, sem er stútfull af veruleikafyrrtum vinstrimönnum. Gömlu byltingarsinnarnir frá 68 eru nú fréttastjórar, próffessorar, rektorar og pólitíkusar. Þeir vilja allir bjarga félaga Battisti, baráttumanninum góða. Tilgangurinn helgar meðalið, og kommar eru alltaf friðhelgir. Þung sakarábyrgð skal hins vegar ávalt hvíla á öllum ,,auðvaldsinnum.
Hannes Hólmsteinn ætti að þakka Guði fyrir að vera ekki franskur.
Sindri Guðjónsson
Hér má sjá mynd af snarklikkuðum frönskum rithöfundum í kröfugöngu fyrir hönd félaga Battisti:
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004