Föstudagur, 21. október 2005
Aðstöðuleysi til módelsvifflugs mótmælt

Módel-svifflugfélagið Gustur mótmælir aðstöðuleysi til módel-svifflugs hér á landi. Nauðsynlegt er að reisa áttstrent fjall, í það minnsta 250 metra hátt. Toppurinn á fjallinu verður að vera sæmilega slétt gras. Bílvegur þarf að vera uppá fjallið. Með þessu væri hægt að stunda módel-svifflug í öllum vindáttum. Best væri að hið opinbera borgaði.
Enginn af meðlimum Gusts hefur sérstakan áhuga á tónlist, íslenska listdansflokknum, knattspyrnu, reiðmennsku, handbolta eða öðrum málum. Skattpeningum okkur, eins og annarra, hefur þó verið varið í aðstöðuuppbyggingu, niðurgreiðslur og styrki til þessara mála.
Öllum áhugamálum Íslendinga á að gera jafnt undir höfði, ef að veita á fé til þeirra úr opinberum sjóðum. Vegleg uppbygging knattspyrnuvalla, glæsileg tónlistarhús, reiðhallir og annað slíkt á kostnað skattgreiðanda er ekki réttlætanlegt nema að jafnræðis sé gætt. Vera má að færri hafi áhuga á módel-svifflugi en knattspyrnu og ýmsum öðrum tómstundum sem ríkisvaldið styrkir, og er það hugsanlega sökum þess að ríkisvaldið hefur ýtt undir iðkun annarra tómstunda með skattpeningum okkar í Gusti, og á kostnað útbreiðslu okkar eigin áhugamáls. Burtséð frá hversu vinsælt eða óvinsælt okkar áhugamál er (en við erum þó í það minnsta 200), þá hefur enginn rétt til að þvinga okkur til að niðurgreiða annarra manna hobbí. Við lítum þannig á að peningum okkar hafi verið stolið áratugum saman. Það er þjófnaður þegar að fjármunir eru teknir úr vasa eins, gegn vilja hans, til að nota í þágu einhvers annars.
Nú er komið að skuldadögum. Nýta skal nú opinbert fé í þágu módel-svifflugs, ellegar skal hið opinbera snúa sér að málum sem koma ríkisvaldinu við, og láta almenning huga að eigin tómstundum.
Sindri Guðjónsson
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004