Leita í fréttum mbl.is

Engu gleymt og ekkert lært

,,Þetta sýnir að hann hefur engu gleymt og ekkert lært," var það sem umræðustjórnmálamaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði að segja um fráfarandi formann Sjálfstæðisflokksins eftir setningarræðu hans á landsþingi flokksins í Kastljósviðtlali s.l. fimmtudag.
Ingibjörg lét þessi orð falla þegar hún var spurð álits á fyrrnefndri ræðu.

Ekki hafði Ingibjörg fyrir því að útskýra hvað hún ætti við með þessum orðum enda er það ekki vaninn í umræðustjórnmálum að útskýra slíkt. Hún tók hins vegar ræðunni illa og vildi lítið kannast við að hlutirnir væru í ólagi hjá Samfylkingunni.

Davíð Oddsson minntist á evruna í ræðu sinni. Gagnrýndi hann Samfylkinguna fyrir að fara fram með illa undirbúið mál og fyrir að hafa staðreyndirnar ekki á hreinu. Þessu tók Ingibjörg að sjálfsögðu illa. Hins vegar eru rök hennar fyrir upptöku evrunnar engin. Ingibjörg legst á lágt plan stjórnmálanna með því að koma fram með tillögu og hefur ekkert fyrir sér í henni heldur vill hún að aðrir komi með nógu góð rök gegn henni.

Þannig segir hún sjálf í viðtalinu: ,,Og ég segi einfaldlega, og sagði þá, að það á að snúa sönnunarbyrðinni við. Það er að segja að það fólk sem telur að evran geti verið vænlegur kostur, geti aukið útflutningstekjur Íslendinga, að hún geti aukið velferð okkar, að það fólk á ekki alltaf að þurfa að sanna mál sitt heldur hinir sem vilja halda uppi þeirri viðskiptahindrunum sem felst í krónunni. Að þeir eigi að þurfa að segja okkur af hverju það sé farsælast fyrir þjóðina að halda upp þessari viðskiptahindrun.”

Það er nefninlega það. Velkomin í hugarheim umræðustjórnmála.

Já, það stendur sko ekki á henni Ingibjörgu að koma inn í efnahagsumræðuna. Hún varpar fram illa hugsuðum skoðunum og gerir gott betur, neitar að færa rök fyrir máli sínu.

Á öðrum stað í viðtalinu segir hún að Davíð sé ,,ekki stór” maður eftir ræðu sína. Það má s.s. ekki gagnrýna Samfylkinguna eða stefnu hennar og þá er maður kominn niður fyrir virðingu sína.
Takk fyrir umræðustjórnmálin.

Af Ingibjörgu er það annars að frétta að auk þess að bera upp þá tillögu að taka upp evruna helst í gær þá vill hún nú hækka skatta. Ingibjörg hefur s.s. engu gleymt frá því að hún var borgarstjóri. Hún er varla komin inn í þing þegar hún er farin að tala fyrir illa hugsuðum málefnum s.s. skattahækkunum og fl.

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr(a)simnet.is

Powered by Hexia

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband