Miðvikudagur, 21. september 2005
Sérleyfi til að einn græði en hinn ekki
Það er greinilegt að þeir sem vilja minnkandi afskipti ríkissins að hinum ýmsu þáttum þjóðlífssins eiga mikið verk fyrir höndum. Í Morgunblaðinu í gær má sjá ágæta fréttskýringu á útboði Vegagerðarinnar til rekstur á svokallaðri flugrútu en sá rekstur felur í sér að koma flugfarþegum til og frá Leifsstöð til höfuðborgarsvæðisins. Nú er það auðvitað spurning hvort að ríkið eigi að útdeila og/eða styrkja slík verkefni eða hvort að það eigi ekki að leyfa frjálsum markaði að útkljá hverjir eru færir til að sinna slíku.
En, eins og áður sagði þá var nýlega opnað fyrir útboð til reksturs flugrútunnar. Kynnisferðir (sem í dag er eitt af stærstu hópferðabíla fyrirtækjum landsins) hafa frá árinu 1979 haft sérleyfi sérleyfi til áætlunaraksturs á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þetta þýðir það að Kynnisferðir hafa einir hópferðabíla mátt selja skipulagðar ferðir frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar.
Ekki fara sögur af því hvernig rekstri þess fyrirtækis hefur verið háttað en fyrir utan það að reka flugrútuna sinna Kynnisferðir að sjálfsögðu ýmislegum ferðum fyrir ferðamenn og verkefnum tengdum ferðamennsku og rekstir hópferðabíla.
Í fyrrnefndri fréttaskýringu er heft eftir Þránni Sigfússyni, framkvæmdarstjóra Kynnisferða að ,,hægt sé að reka flugrútuna og sérleyfi í Bláa Lónið með einhverju hagnaði án styrkja en til að dæmið gangi upp varðandi allan pakkann þurfi að hagræða miklu og nýta bílana sem best. Það eitt má lesa úr þessari yfirlýsingu framkvæmdastjórans að fyrirtækið sé ekki rekið enda nýtur það ýmissa ríkisstyrkja þrátt fyrir að hafa einkaleyfi frá ríkinu til að sinna ákveðnum verkefnum. Já það hlýtur að vera erfitt að þurfa að hagræða og nýta bílana vel. Þvílík kvöð og pína sem á menn er lagt.
Ríkið ætti tafarlaust að láta af sérleyfisstefnu sinni og leyfa þeim aðilum sem áhuga hafa á að sinna fólksflutningu á hópferðabílum að sinna því án afskipa ríkissins. Nú er ekki ósanngjarnt að spyrja fyrst að það er sérleyfi á fólksflutningum frá Leifsstöð, af hverju er þá ekki sérleyfi líka á fólksflutningum á Gullfoss og Geysi? Af hverju gefur ríkið ekki út sérleyfi á það hvaða fyrirtæki megi sinna akstri á Gullfoss og Geysi á hverjum degi? Er eitthvað meira vit í því að allir fái að keyra upp í Haukadal en aðeins einn megi keyra til Keflavíkur?
Ég tel að slíkt eigi að vera á hendi einkaaðila en ekki ríkissins. Það gildir að sjálfsögðu ekki bara um rekstur flugrútunnar heldur er ófsakanlegt að einn aðili fái sérleyfi til að keyra fólk frá A til B án þess að annar aðili geti boðið upp á sömu þjónustu. Þingvallarleið, Sæmundur, Sérleyfisbíla Keflavíkur, Vestfjarðarleið, Allrahanda, HP Rútur og fleiri mega s.s. ekki halda uppi skipulögðum ferðum til eða frá Leifstöð af því að ríkisvaldið hefur úthlutað leyfinu til Kynnisferða. Þó að nú kunni að verða breyting á með útboði í reksturinn þýðir það ekki að öll þessi fyrirtæki megi reyna fyrir sér í bransanum heldur koma annaðhvort Kynnisferðir eða þá eitthvað eitt annað fyrirtæki sérleyfi til að sinna verkefninu.
,,Við og samgönguráðuneytið viljum tryggja það að allt flug fái þjónustu
- Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri í Morgunblaðinu 20.sept 2005 þegar hann er spurður um ástæðu þess að gefið er út sérleyfi á rekstri flugrútunnar og tekur fram að væri ekki sérleyfi væri hætta á að næturflugi yrði ekki sinnt.
Þetta hafði aðstoðarvegamálastjóri að segja um málið þegar hann var inntur álits. Já, hann telur að næturflugi yrði bara jafnvel ekki sinnt. En hverjir hafa hagsmuni að því að næturflugi sé sinnt? Eru það ekki þeir sem eru að flytja ferðamenn til landsins og þeir sem ætla sér síðan að hýsa þá, þ.e.a.s. flugfélögin og hótelin?
Það á að leyfa þeim aðilum sem standa í ,,bransanum að sinna honum frá a til ö. Ríkið á að hætta öllum rekstri og styrkjum til ferðamannaiðnaðarins enda á hann að standa undir sér sjálfur. Ef menn treysta sér til að flytja ferðamenn til landsins og hýsa þá, þá hljóta menn að treysta sér til að koma þeim á milli staða.
Ríkið á ekki að gefa út einkaleyfi á verkefnum sem þessum heldur að leyfa þeim sem treysta sér í að sinna þeim að gera það. Að gefa út sérleyfi á fólksflutningum er gamaldags aðferð og býður upp á lélega fyrirgreiðslupólitík. Ríkið á að sjálfsögðu ekki að vera með puttana í því hverjir sinna þessum verkefnum.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr(a)simnet.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004