Föstudagur, 12. ágúst 2005
Hræðslubandalagið R-listinn

Það virðist ætla að dragast eitthvað að gefa út dánarvottorð á R-listann. Enginn vill jú vera sakaður um að hafa bundið endi á þetta ,,farsæla samstarf. Nú er fundað dag eftir dag og engin niðurstaða fæst í málið. Maður hefði nú haldið að R-listamenn væru komnir með góða reynslu á neyðarfundi og krísuástand eftir tvenn borgarstjóraskipti og alla þá neyðarfundi sem haldnir voru í tilefni þeirra. En eins og áður sagði hefur ekki komið nein niðurstaða um samstarf flokkanna sem mynda R-listann.
Það er s.s. engin furða að R-listamönnum gangi illa setja saman. Það hræðslubandalag sem myndað hefur verið um R-listann er hugsjónalaust og á sér engar stoðir með framtíð borgarinnar að leiðarsljósi. Egill Helgason skrifar ágæta grein á síðu sína í gær þar sem hann fer í grófum dráttum yfir stöðuna í R-listanum. Þar segir Egill m.a.
,,Stefán Hafstein skrifaði um daginn að R-listinn hefði náð markmiðum sínum. Hvaða markmið voru það? Aðalmálið í hverri borg er skipulagið; það hefur áhrif á allt annað í borginni. Hefur það batnað í tíð R-listans?
Nei, það hefur versnað. Í tólf ár hefur R-listinn ekki haft neinar hugmyndir í skipulagsmálum. Lægsti samnefnarinn ræður alltaf; það er aldrei hægt að ganga lengra en sá tregasti leyfir. Þess vegna halda hlutirnir bara áfram að dankast.
Það er alveg rétt hjá Agli að það er alltaf lægsti samnefnarinn sem ráðið hefur ferðinni í stefnumálum og framkvæmdum R-listans. Liðsmönnum bandalagsins er svo í mun að halda því gangandi að þeir eru tilbúnir til að fórna öllum sínum hugmyndum, hugsjónum og stjórnmálaskoðunum til þess eins að halda lífi í dýrinu sem þó hreyfist ekki neitt. Þegar menn gátu ekki valið sér borgastjóra á eftir Þórólfi Árnasyni völdu menn lægsta samnefnarann sem menn úr öllum flokkum gætu stjórnað. (Það verður athyglisvert að fylgjast með framtíð Steinnunnar Valdísar þegar R-lista samstarfið slitnar því hún sagði þegar hún varð borgarstjóri að hún liti fremur á sig sem ,,R-lista menneskju heldur en Samfylkingamanneskju) Menn hafa valið lægsta samnefnarann þegar kemur að skipulagsmálum, menn hafa verið tilbúnir að eyða hverju sem í hvað sem er til að hafa alla ánægða. Það væri gaman að vita hvernig samstarfinu hefði vegnað ef einhver hefði sagt stopp við Alfreð fyrir nokkrum árum!!
Það sem er einnig athyglisvert þessa dagana er að samstöðuleysi R-listans snýst ekki um pólitísk málefni s.s. skatta, leikskóla, skipulagsmál og svo frv. Heldur snýst deila þeirra og allir ,,málefnafundirnir um það eitt hvernig standa skuli að uppröðun listans fyrir komandi kosningar, hver fær hvaða embætti og hvernig völdum skuli skipt. Borgarbúar og þau málefni sem viðkoma þeim virðist vera aukaatriði. Þetta eru einmitt flokkarnir (þó aðallega Samfylking og Vinstri Grænir) sem sakað hafa Sjálfstæðisflokkinn um að vera valdagráðugur flokkur og haft hafa upp ásakanir upp á einstaka stjórnmálamenn um að setja í stól sínum af valdagræðginni einni saman.
Ég gæti alveg skilið að R-lista samstarfið myndi halda ef menn kæmu sér saman um málefni sem snúa að borgarbúum. Og þá að sama skapi ef menn myndu ákveða að slíta því ef ekki næðist samstaða um stærstu málefnin. En eins og áður sagði virðist það skipta minnstu máli í herbúðum R-listans. R-listinn er hræðslubandalag sem snýst um það eitt að halda völdum og halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni. Málefnin eru engin en stöðurnar margar. R-lista samstöðuleysið s.l. 11 ár hefur ekki bitnað á Sjálfstæðisflokknum heldur á borgarbúum öllu. Reykvíkingar eiga betra skilið.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr(a)simnet.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004