Leita í fréttum mbl.is

Gömul en góð könnun

Pan Arab Research Center í Dubai gerði mjög athyglisverða skoðannakönnun í Írak í samvinnu við Gallup, CNN og USA-today þann 22. mars til 2. apríls árið 2004. Mér var kunnugt um könnun þessa býsna fljótlega eftir að hún var framkvæmd og ég veit ekki hvers vegna ég hef ekki gert henni skil hér á Íhald.is fyrr. Hún hefur ekki vakið mikla athygli, en ég man að Ólafur Teitur Guðnason vitnaði a.m.k. einu sinni í hana í Sunnudagsþættinu á Skjá Einum í fyrra. Ég varð þó ekki vitni að því sjálfur, heldur var mér sagt frá því.

Úrtakið var 3.444 manns, og var passað uppá að mismunandi hópar, svo sem eins og Sítar, Súnnítar og Kúrdar væru í réttum hlutföllum. Könnunin fór þannig fram að menn frá rannsóknastofnuninni í Dubai bönkuðu uppá hjá þeim sem lent höfðu í úrtakinu og spurðu þá spjörunum úr. Svarhlutfallið var 98%.

Áhugaverðar niðurstöður

1. 61% aðspurðra sögðu það þess virði að losna við Saddam.

Ólafur Teitur benti á það þegar hann rökræddi við talsmann Þjóðarhreyfingarinnar að samkvæmt þessari könnun hafi 61% aðspurðra talið að það hefði verið þess virði að koma Saddam Hussein frá völdum, ,,þrátt fyrir allt það sem þeir hefði þurft að þola vegna innrásarinnar", 30% töldu að það hefði ekki verið þess virði, og 9% voru óákveðnir.

2. Meirihluti (en naumur þó) taldi innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak ekki réttlætanlega.

16% sögðust telja aðgerðirnar réttlætanlegar stundum, og stundum ekki, 19% sögðu frekar hlyntir þeim, og 12 % sögðust mjög hlyntir þeim. Það sem ætti að koma Íslendingum helst á óvart er það að innrásin í Írak virðist hafa notið heldur meiri stuðnings meðal ,,fórnarlamba" innrásarinnar, Íraka, heldur en meðal ,,samsekra" Íslendinga.

3. Bush vinsælastur

Spurt var hvernig mönnum líkaði við þrjá heimsþekkta þjóðarleiðtoga, (og einn fyrrverandi leiðtoga - Saddam Hussein). Ekki voru þeir mjög líklegir til vinsælda þessir fjórir, en 25% Íraka sögðu að þeim líkaði vel við George W. Bush, Bandaríkjaforseta. Ekki var spurt hvern fólk kynni best við, heldur var spurt um hvern og einn sérstaklega.

25% aðspurðra sögðust líka vel við Bush, 17% líkaði vel við Tony Blair, forsætisráðherra Breta, 16% líkaði vel við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, og 10% sögðust kunna vel við Saddam Hussein. Merkilegt er hvernig andstaða Jacques Chirac við innrásina í Írak hefur skilað honum litlum vinsældum.

4. 71% aðspurðra sögðust fremur líta á Bandamenn sem hernámslið en frelsara.

5. Að lokum

Spurt var um margt annað. Það kom meðal annars fram að fleiri töldu að tekjur sínar hefðu aukist en minkað, að framtíð Íraks væri nú bjartari, og að þeir teldu sig nú öruggari en þegar að Saddam var við völd. Þetta hefur hugsanlega breyst í ljósi þess ofbeldis sem geysað hefur á þessum slóðum að undanförnu. Sárafáir Írakar standa fyrir þessu ofbeldi, og eru gerendurnir yfirleitt erlendir ,,pílagrímar".

Könnunina sjálfa má nálgast hér.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband