Laugardagur, 8. janúar 2005
Ávöxtur Sósíalismanns
Í þessum pistli ætla ég að ræða um Kúbu, og skoða hvaða árangri menn hafa náð þar með sósíalískri efnahagsstjórn sinni. Sósíalistar, sem vilja að ríkið eigi og reki flest eða öll fyrirtæki, sem telja friðhelgi eignaréttarins, arðbær og vel rekin stórfyrirtæki í einkaeign og sjálfsákvörðunrrétt einstaklingsins hættulegan fyrir hagsmuni heildarinnar, ættu að líta til Kúbu, taka vel eftir, og snúa baki við hugmyndafræði sinni, sem er að öllu leyti órökrétt og hefur reynst algerlega ömurlega í framkvæmd.
Ég ætla að byrja á því að lýsa eymd hins venjulega Kúbverja, og að því loknu ræða orsakir eymdarinnar, sem er hin sósíalíska efnahagsstjórn.
Heilbrigðiskerfið á Kúbu er einn stór brandari. Hillur í apótekum þar sem heimamenn mega versla með pesetum eru tómar, hér um bil engin lyf fást. Í sérstökum apótekum fyrir erlenda ferðamenn svigna hillurnar undan úrvali. Þar má aðeins versla fyrir erlenda mynt, pesetinn er einskins nýtur þar. Heimamenn betla á götum úti til að fá lyf. Þeir biðja útlendinga, eða þá sem hafa fengið vinnu í ferðamannaiðnaði ríkisins. Kúba er fræg fyrir að vera með ókeypis heilbrigðiskerfi fyrir alla, nóg er af læknum, og heimsóknir þeirra eru á kostnað ríkisins. Það hjálpar hins vegar lítið þegar ekki er hægt að gefa mönnum sýklalyf, insúlín, hjartalyf, o.s.frv. Oft hafa læknar engin önnur úrræði en að aflima menn, eða segja mönnum hvernig lyf þeir eigi að reyna að betla af ferðamönnum. Kúbverskur almenningur getur ekki einu sinni útvegað sér verkjalyf.
Áður en Castro tók við völdum var Kúba með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi samkvæmt World Health Organisation, með hátt hlutfall af læknum á hvern íbúa, hærra en t.d. í Englandi. Ungbarnadauði var t.a.m. lægri á Kúbu en í Frakklandi og Ítalíu, og Kúbverjar borðuðu þriðja mest allra þjóða Rómönsku Ameríku. Í dag borða Kúbverjar minnst allra þjóða Rómönsku Ameríku, en þeir eru enn með hátt hlutfall lækna.
Ég las nýlega grein þar sem sagt var frá Miguel nokkrum, sem er háskólamenntaður, talar þrjú tungumál, og starfar sem örygisvörður í vindlaverksmiðju. Hann langar að vinna í ferðamannaiðnaðinum, en mjög fáir komast þar að. Hann fær greiddar 225 peseta á mánuði, sem samsvarar um 10 dollurum. Þetta eru dæmigerð Kúbversk mánaðarlaun.
Kúbverjar mega aðeins versla mat fyrir peseta, í búðum sem ekki eru ætlaðar ferðamönnum. Í þessum búðum er aldrei hægt að kaupa grænmeti, ávexti, mjólk eða ost. Ekki er hægt að treysta því að vörur eins og sápa, tannkrem, salt, eða eldspýtur séu til, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta, og hvaðeina annað geta ferðamenn keypt í sérstökum verslunum. Þetta má að sjálfsögðu einnig kaupa á hótelum, en Kúbumenn mega ekki koma inn fyrir andyrið á þeim.
Almenningur á Kúbu býr í hverfum sem líta ver út en verstu hverfi Evrópu og Bandaríkjanna. Centro Habana, eitt fjölmenasta íbúahverfi Kúbu, hefur t.d. verið líkt við Dresden eins og hún leit út eftir að hún var sprengd.
En hversvegna er þetta svona ömurlegt?
Róttækir vinstrimenn vilja meina að það hljóti að vera eithvað annað en hin góða og göfuga hugmyndafræði Marx sem valdi þessum hörmungum. Ýmsir vinstrimenn um heim allan afsaka ástandið á Kúbu með gamalli tuggu: ,,Þetta er allt Bandaríkjamönnum að kenna. og vísa þá til viðskiptabanns Bandaríkjamanna á Kúbu. Það er hinsvegar í raun fáránlegt að skella skuldinni á viðskiptabannið. Bandaríkjamenn eru eina landið á svæðinu sem er með viðskiptabann gegn Kúbu. Kúba getur verslað og skipt við hvaða þjóð aðra í öllum heiminum. Hvers vegna halda menn að eina þjóðin sem hafi eitthvað að bjóða Kúbu sé Bandaríkin? Staðreyndin er sú að allar þjóðir Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku eiga viðskipti við Kúbu. Hvers vegna auðgast Kúbverjar ekki af þessum viðskiptum? Hvers vegna hafa þeir svo lítið að bjóða? Það er vegna þess að efnahagskerfi Kúbu er Sósíalískt. Á Kúbu er enginn Henry Ford, Jón Ásgeir, Michael Dells, né nokkur sjálfstæður atvinnurekandi eða athafnamaður til verðmætasköpunar.
Slíkir menn yrðu settir í steininn.
Ástæða fátæktar Kúbu er sú að hin klassísku mannréttindi frjálshyggjunnar eru virt að vettugi. Þar er ekkert frelsi einstaklingsins, engin friðhelgi eignaréttarins, ekkert tjáningarfrelsi. Það eru engir starfsmenn í einkageiranum. Enginn vinnur hjá neinum nema ríkinu. Að eiga viðskipti við Kúbu, er að eiga viðskipti við kúbverska ríkið. Fjárfestar borga ríkinu beint, og verkamenn ríkisins fá aðeins pínulítið í sinn hlut. Hagsmunir ,,heildarinnar ráða öllu. Engin má skara fram úr, enginn má ná árangri, enginn má verða ríkur af eigin rammleik, því þá er hann ,,arðræningi, og því verða ekki til mikil verðmæti það er engin hvatning. Sökudólgurinn er hugmyndafræði og efnahagsstjórn sósíalismanns.
Á Kúbu er óendanlegur munur á ríkum og fátækum, á þeim sem eiga og eiga ekkert.
Þar er ógnarstór gjá milli stétta. Þetta er ávöxtur sósílismanns.
Sindri Guðjónsson
Þessi pistill er að miklu leyti byggður á þremur greinum sem ég fann á þessari slóð:
www.libertyforcuba.com/
A Leftist "Indictment" of Communist Cuba
Bad Cuban Medicine Cuba on No Dollars a Day
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004