Leita í fréttum mbl.is

Morð í Fallujah?

Stríð eru alltaf slæm og ljót. Þar gerist margt sem miður fer og í nútímanum sjáum við allt, bæði það góða og slæma. Við sjáum sigrana en einnig mistökin. Það vill reyndar þannig til að fjölmiðlum finnst mikilvægara að sýna mistökin.

Um daginn sáum við myndir í sjónvarpinu af ungum bandarískum hermanni þegar honum varð það á að skjóta ,,óvopnaðan” mann fyrir framan myndatökumann NBC sjónvarpsstöðvarinnar.

Þetta var að sjálfsögðu vatn á myllu þeirra sem telja stríðið í Írak ólöglegt og telja bandaríkjaher vera fremja stríðsglæpi í stórum stíl.

Það er ekki tilgangur minn hér að taka upp hanskann fyrir þann hermann sem skýtur óvopnaðan mann með köldu blóði. Ekkert réttlætir slíkt morð .Hins vegar hefur komið í ljós að ,,saklausi” Írakinn sem þarna á að hafa legið særður í rólegheitum í moskvu í Fallujah var vopnaður byssu, handsprengju og við fulla heilsu.

Flokkurinn sem réðist inn í þessa moskvu höfðu lent í svipuðum aðstæðum daginn áður. Byrjað var að sprengja fyrir utan og þegar það var talið óhullt var ráðist inn í moskvuna.
Í einu horninu lá ,,slasaður" íraskur andspyrnumaður (sem Magnús Þór Hafsteinsson alþm. styður af fullum hug) og þóttist vera sofandi/dauður. Þegar amerísku hermennirnir komu nær til að athuga líðan hans sneri hann sér að sér og skaut annan þeirra í mjöðmina. Félagi hermannsins var fljótur að bregðast við áður en hryðjuverkamaðurinn gat skotið aftur.

Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.

Ég ætla s.s. ekkert að hafa fleiri orð um þetta ákveðna mál. En ég bendi áhugasömum að skoða hér pistil eftir Michael Reagan (son Ronalds Reagan fyrrv. Bandaríkjaforseta).
Hann tekur upp aðra hlið á málinu sem ekki fer mikið fyrir í fjölmiðlum.
Það hentar víst ekki þeim fjölmiðlum sem eru sjálfir á móti þessu stríði.

Gísli Freyr Valdórsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband