Fimmtudagur, 16. desember 2004
Uppáhalds stjórnmálamaðurinn minn: Alain Madelin
Ég dáist fyrst og fremst að hugdirfsku hans að standa fyrir frelsis hugsjónir sínar með djörfum og áberandi hætti, í landi þar sem ríkis-vinstri kúgun er með allra vinsælasta móti. Í landinu eru þrír byltingasinnaðir kommúnistaflokkar, sem fá til samans um 5% fylgi. Síðan eru það lýðræðissinnarðir kommúnistar, sem eru miklu stærri en byltingaflokkarninr til samans.
Hægra megin við lýðræðiskomma-flokkinn, eru frönsku ,,vinstri-grænir og hafa þeir drjúgt fylgi og Sósíalistaflokkurinn (flokkur Mitterand) sem er stærsti flokkur landsins til skiptis við flokk Chirac.
Svo kemur miðjuflokkurinn UDF, sem er nú í stjórnarstarfi með flokki Chirac. Þeir eru einskonar Framsókn/Samfylking að mér sýnist. Svo er það ,,hægri flokkur Chirac UMP, sem hefur eitthvað um 25% flygi að ég held, og er í stjórn, og málamyndar duglega við samstafsflokk sinn og hina ofur vinstrisinnuðu stjórnarandstöðu.
Svo er að sjálfsögðu til þjóðernisflokkurinn FN, sem hefur að mínu mati ekkert með vinstri og hægri að gera. Þetta er einsmálsflokkur, sem nýtur aðalega óánægjuflygis, og vill herða innflytjendalöggjöfina. Hvers vegna FN er svo flokkaður sem hægri flokkur er mér ofviða að skilja.
Í þessu landi sósíalismanns, þar sem fyrirtæki fá greidda vissa upphæð frá ríkinu fyrir hvern mann sem þeir hafa í vinnu, og atvinnuleysið og samneyslan hafa ráðið ríkjum, skín ein vonarglæta, Alain Madelin.
Í Frakklandi eru kjör aðstæður til landbúnaðar, og hvergi betra að rækta vín o.fl.
Málmar finnast í fjöllum, og allt er til alls. Samt er efnahagsástandið betra á hinu kalda Íslandi. Ástandið hefur að sjálfsögðu skánað undir Chirac.
Hér á eftir koma tilvitnanir í Alain Madelin, sem ég hef þýtt úr frönsku.
Atvinnumál:
,,Það er ekki erfitt að skapa störf fyrir ungt fólk með opinberu fé, en sá sem sáir slíkum störfum, uppsker tálvon og skatta. 1997
,,Atvinnuleysi orsakast af skorti á sköpunargleði, og hömlum á frjálsum viðskiptum.
1995
,,Til þess að fjölga störfum, þarf að fjölga vinnuveitendum, og eyða þeim hindrunum sem eru í vegi þeirra...
1995
,,Karlar og konur sem eiga fyrirtæki mynda hið skapandi og ábyrga Frakkland, en verða dag eftir dag fyrir barðinu á ásökunum, reglugerða fargani og óskiljanlegum skrifræðis eyðublöðum. Þau vita hvað orðin ,,gjalddagi, ,,ógreiddur og ,,uppgjör þýða. Þau hafa of lengi verið látin afskiptalaus, og jafnvel fyrirlitin af stjórnvöldum og fjölmiðlum.
1995 (Mitterand hafði verið við völd Kommaflokkarnir í löggjafarþinginu, og hinir vinstrisinnuðu fjölmiðlar Frakklands búnir að gera atvinnulífinu lífið leitt. Chirac vann kosingarnar þetta ár, og tók við...)
Um laga og reglugerða fargan:
,,
8000 lög, 40.000 reglugerðir, og 17000 blaðsíðna lögbirtingarblað á hverju ári, að ógleymdum 20.000 reglugerðum frá Evrópusambandinu. Þessar stöðugu árásir, þetta endalausa áreiti yfirvalda, það kæfir allt frumkvæði manna og lífið sjálft.
Þetta sagði Alain 1993 um ástand mála í Frakklandi.
(Evrópusambandið er orðið miklu aðgangsharðara í dag heldur en árið 1993. Ástandið þá var barnaleikur, miðað við það sem við horfum uppá í dag. Í þessu sambandi vil ég benda á frétt sem birtist þann 12.12.2004 á heimssyn.is þar sem kemur framað kostnaður efnahagslífsins vegna reglugerðafargans Evrópusambandsins í dag sé 83
billjónir króna (83.000.000.000.000 króna) á ári hverju í tapaðri framleiðni.)
Skattamál:
,,Þeim mun meiri skattlagning á vinnu, þeim mun minni hvatning til vinnu.
Ræða flutt þann 12. des. 1994 í París.
Þar höfum við það.
Alain Madelin þrufti að segja af sér ráðherrastól, en hann var ráðherra í ríkisstjórn Chirac. Frakkar gátu ekki þolað að hafa mann sem vildi frelsi einstaklingsins og ríkisbáknið burt. Hver er sinnar gæfu smiður.
Sindri Guðjónsson
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004