Leita í fréttum mbl.is

Ritstjórnarviðhorf - Saddam Hussein handsamaður

Þann 13.desember s.l. var liðið ár síðan Saddam Hussein var handsamaður.

Þegar Saddam náðist, fögnuðu íbúar Bagdad ógurlega. Útvarpsstöðvarnar spiluðu gleði og fagnaðar tónlist og menn keyrðu um göturnar syngjandi og hrópandi af gleði.
Al-Zaman, sem er frjálst dagblað sem gefið er út í Bagdad sagði frá handtöku Saddams sem hinum bestu tíðindum:

,,Handtaka Saddams er enn eitt vonartáknið um hreint og réttlátt Írak, langt frá myrkri fortíð, fullri af dýflisum og leyniþjónustu, sem lét mörg þúsund Íraka hverfa, vegna orðs, hvísls, eða vegna skoðanna.”   Al-Zamann, 16.desember 2003.

Gallup gerði skoðannakönnun síðastliðinn mars í Írak, þar sem m.a. var spurt:
"Í ljósi alls þess sem þú kannt að hafa þurft að þola vegna innrásarinnar, finnst þér að það hafi verið þess virði að hrinda Saddam Hussein frá völdum?"
Niðurstöður könnunarinnar eru athyglisverðar,
61% sögðu já, innan við 30% nei, restin var óákveðin.

Ritsjórn Íhald.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband