Leita í fréttum mbl.is

Friðarboðskapur í Palestínu?

Á hverjum föstudegi er ræðum úr moskvum Palestínu útvarpað þar í landi.
Þessar ræður eru einnig sýndar í palestínsku sjónvarpi. Útvarpstöðvarnar og sjónvarpsstöðin eru í eigu palestínsku heimastjórnarinnar og múslimaklerkarnir
sem ræðurnar flytja eru starfsmenn hennar.

Lítum á dæmi af þessum ræðum. Eftirfarandi ræðubútar eru athyglsiverðir:

Ræðumaður: Dr. Ahmad Abu Halabiya.
Staður og stund: Al-Nahyan moskvan í Gaza, 13 október 2000.

„Það þarf að slátra þeim og drepa, eins og hinn almáttugi Allah sagði: Berjist gegn þeim. Allah mun nota hendur ykkar til þess að tortíma þeim, og mun auðmýkja þá, og hjálpa ykkur að sigra....”

„Allah hinn almáttugi hefur fyrirskipað okkur að standa ekki með gyðingum eða kristnum, við eigum ekki að vingast við þá, ekki að gerast félagar þeirra, ekki láta okkur líka vel við þá, og ekki gera samninga við þá...”

„Jafnvel þó að við náum undir okkur allri Gaza, þá munum við ekki gleyma Haifa, Acre, Galelíu, Jaffa, eða Negev eyðimörkinni né hinum borgum okkar og þorpum...”

(Þessum manni er ekki einungis umhugað um það að ná til sín hernumdu-svæðunum, heldur vill hann alls ekki sætta sig við tilvist Ísrales yfir höfuð.)

”Sýnið gyðingum enga miskun, það skiptir engu máli hvar þeir eru, í hvaða landi sem er. Berjist gegn þeim, hvar sem þið eruð. Hvar sem þið hittið þá, drepið þá.”

Ræðan var margar blaðsíður, og talaði Halabiya um heilagt stríð og dásamaði
píslarvotta Íslam. Einnig talaði hann um „hið hreina Palestínska blóð”, og fl.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa fleiri fallegar trúarlegar ræður úr Palestínu er bent á
að fara á memri.org, en þar er fjöldin allur af ræðum „presta” palestínsku heimastjórnarinnar frá 2000-2003 birtar:

Megin innihald hins umburðalynda boðskapar er þessi:

1. Kristnir og Gyðingar eru óvinir Allah.
2. Gyðingar eru afkomendur svína.
3. Það er ekki hægt með nokkru móti að semja frið við gyðinga. (Er eina vandamálið     skortur á friðarvilja Ísraela?)
4. Múslimar verða að kenna börnum sínum um heilagt stríð, og að hata gyðinga og     kristna.
5. Barátta Palestínumanna verður að vera heilagt stríð að hætti Íslam, ekkert nema     vopnuð barátta kemur til greina.
6. Kvennréttindi eru uppfinning vesturlanda, til þess að uppræta og eyðileggja Íslam.

Ræður þessar, þar á meðal sú sem ég vitnaði sérstaklega í hér að ofan,
er hægt að finna hér.

Þessar ræður eru s.s. allar í hinum sama elskulega anda og ræða Dr. Ahmad Abu Halabiya sem vitnað er til hér að ofan. Látum nú uppfræðast af hinum friðelskandi og samningsfúsu palestínsku stjórnvöldum. Það er fallega gert að sjá til þess að boðskapur þessi nái eyrum og augum allra Palestínumanna, þeim að kostnaðarlausu. Ég er viss um að styrktaraðilar palestínsku heimastjórnarinnar (m.a. Evrópusambandið) geri sér vel grein fyrir því að peningar þeirra fara ekki til spillis í höndum palestínskra yfirvalda, enda hafa þeir ekki séð ástæðu til þess að gera athugasemdir við þetta. Það sama á hinsvegar ekki við í Bandaríkjunum, en þar var Arafat tekinn á beinið vegna þessara
„eldpredikara” sinna í ekki ómerkilegri þætti en 60 mínútum.
CBS, 60 Minutes, February 10, 2002.

Að lokum vil ég benda á grein sem birt er á síðu félagsins Ísland-Palestína.
Hún heitir „The Palestinian Vision of Peace.”
Þar segir Arafat að Palestínumenn vilji lifa í friði við nágranna sína Ísraelsmenn,
þar sem báðar þjóðir hafi fullveldi og frelsi. Vill Arafat flytja okkur vesturlandabúum friðarboðskap, en samlöndum sínum stríðsáróður?

Sjaldan veldur einn er tveir deila.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband