Mánudagur, 2. maí 2005
Mánudagspósturinn 2. maí 2005
Enn er komin upp umræða í fjölmiðlum um félagsskapinn Mannréttindaskrifstofu Íslands og kröfur um að íslenzkir skattgreiðendur verði látnir fjármagna starfsemi hans. Ég hef áður fjallað um þetta mál hér og sama er að segja um hið ágæta vefrit Andríki.is. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur ennfremur ítrekað fjallað um þetta mál á heimasíðu sinni Björn.is. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að ráðuneyti dómsmála og utanríkismála hafa á undanförnum árum hvort um sig fengið úthlutað árlega fjórum milljónum króna til að verja til mannréttindamála. Þessi framlög hafa síðan 1999 eingöngu runnið til eins aðila sem vinnur að mannréttindamálum, Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fyrir vikið hefur öðrum aðilum, sem starfa að sömu málum, ekki staðið þessi framlög til boða.
Sérstakur samningur var á milli stjórnvalda og Mannréttindaskriftofu Íslands um þetta fjárframlag sem m.a. gerði ráð fyrir því að hluti af upphæðinni sem skrifstofan fékk úthlutað rynni til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Um áramótin 2003-2004 ákvað Mannréttindaskrifstofa Íslands einhliða að láta Mannréttindastofnuninni ekki lengur í té hluta framlagsins frá stjórnvöldum. Þetta fréttu stjórnvöld hins vegar ekki fyrr en sl. sumar en þó ekki frá Mannréttindaskrifstofunni heldur Mannréttindastofnun Háskólans. Um sama leyti óskaði Mannréttindaskrifstofan eftir auknu framlagi frá stjórnvöldum til starfsemi sinnar.
Í kjölfarið var málið eðlilega endurskoðað af stjórnvöldum, enda hafði Mannréttindaskrifstofan í raun rift samningnum um fjárveitinguna frá hinu opinbera með því að hætta að veita hluta hennar til Mannréttindastofnunar Háskólans. Var loks ákveðið að það fé, sem ráðuneytum dómsmála og utanríkismála væri úthluta til mannréttindamála á fjárlögum, yrði ekki lengur eyrnamerkt aðeins einum aðila sem starfaði að mannréttindamálum heldur yrði öllum slíkum aðilum heimilað að sækja um styrk af því fé. Einfaldlega yrði gætt jafnræðis í þessum efnum ólíkt því sem áður var þegar Mannréttindaskrifstofan sat ein að fjárframlaginu.
Þetta þykir Mannréttindaskrifstofu Íslands óásættanlegt og telur það lykilatriði til að tryggja sjálfstæði skrifstofunnar að hún fái úthlutað fé frá stjórnvöldum. Furðulegt er í því sambandi að velta fyrir sér þeirri staðreynd að Íslandsdeild Amnesty International, sem er aðili að Mannréttindaskrifstofunni, segir í stefnuskrá sinni að samtökin þiggi ekki fé frá stjórnvöldum né stjórnmálaflokkum einmitt í því skyni að tryggja sjálfstæði sitt. Þessu er greinilega eitthvað öfugt farið með Mannréttindaskrifstofuna. Þverstæðan er auðvitað alger!
Ákvörðun stjórnvalda hefur m.a. verið kölluð árás á mannréttindi á Íslandi og sagt að Mannréttindaskrifstofunni sé haldið í fjársvelti. Staðreyndin er einfaldlega sú, eins og margoft hefur komið fram hjá stjórnvöldum og fleirum, að einkaaðilar geta ekki ætlazt til þess að vera áskrifandi að fjárframlögum úr vösum skattgreiðenda eins og Mannréttindaskrifstofan virðist halda í þessu tilfelli.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004