Leita í fréttum mbl.is

Ásdís Halla kveður stjórnmálin – tímabundið vonandi

Í gær var tilkynnt að Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri í Garðabæ hefði verin ráðin sem forstjóri BYKO. Ásdís Halla hefur beðist lausnar frá starfi sínu sem bæjarstjóri og mun taka við nýju starfi í lok maí. Það er mjög leiðinlegt að heyra að Ásdís Halla sé að hverfa úr stjórnmálum. Ég vona að það verði aðeins tímabundið og að hún snúi sér aftur að stjórnmálum síðar. Ég skal útskýra af hverju.

Ásdís Halla er sú stjórnmálakona sem á mínu hæstu virðingu. Árangur hennar í Garðabæ er gott dæmi um leiðtogahæfileika hennar og framtakssemi. Hún gekk greinilega inn í það starf með miklar hugsjónir og hefur unnið hvern dag síðan þá til að koma hlutum í verk og gera Garðabæ að betri bæ. Það sem ber hæst að nefna er sú stefna sem hún hefur myndað í menntamálum í bænum. Frelsi til að velja hefur verið aukið svo um munar og verk hennar verða skráð sem góður árangur í sögubækurnar. Sú menntastefna sem lögð hefur verið fram í Garðabæ er fordæmisgefandi og mun gagnast okkur sjálfstæðismönnum vel þegar við komumst til áhrifa á ný í borginni á næsta ári.

Ásdísi Höllu hefur tekist að forðast dægurþras stjórnmálanna og hefur látið verkin tala þess í stað. Þannig hefur hún öðlast virðingu og náð árangri. Ásdís Halla virðist aðeins hafa starfað í stjórnmálum til að ná árangri og hafa áhrif á samfélagið upp að því marki sem stjórnmálamenn geta.

Í viðtali í Ísland í dag í gærkvöldi sagði Ásdís Halla þá lykilsetningu sem gerir hana að mínu mati að einstaklega merkilegum stjórnmálamanni: ,,Ég hef aldrei litið á stórnmál sem lifibrauð,” og
,,ég vil frekar líta á pólitík þannig að ef maður hefur einhverja ákveðna drauma sem maður vill láta rætast í einhverjum ákveðnum tilteknum málaflokkum, þá fer maður í þá og maður vinnu að því. Þetta snýst aldrei um umbættin eða stöðuna sem maður sjálfur er í á ákveðnum tímapunkti. Þannig að ég hef ekki haft neina drauma um einhver tiltekin embætti.”

Þetta er einmitt það sem ég tel að geri fólk að góðum stjórnmálamönnum. Þeir sem aðeins sækjast eftir stöðum, titlum og völdum eru ekki þess verðir að starfa í stjórnmálum þar sem flestir sem þannig hugsa þrá meira að koma nafni sínu hátt á loft heldur en að vinna hluti eftir hugsjónum og gera samfélagið betra. Með því er ég ekki að segja að fólk eigi ekki að sækjast eftir pólitískum embættum. Það þarf hins vegar að vera einhver hugsjón á bakvið sem nær lengra en maður sjálfur.

Um leið og það er mikil eftirsjá eftir Ásdísi Höllu úr stjórnmálum er rétt að minna á að hún er ung og á alla framtíðina fyrir sér. Hver veit nema stjórnmálin kalli á hana aftur?

Ég óska Ásdísi Höllu alls hins besta í framtíðinni
og vona og veit að henni muni vegna vel.

Gísli Freyr Valdórsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband