Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn

Ég var einu sinni mjög hrifinn af Sjálfstæðisflokknum. Ég er það ekki lengur. Ég hef margt við flokkinn að athuga. Mjög margt.

Hins vegar ber flokkurinn höfuð og herðar yfir aðra flokka sem að bjóða munu fram í næstkomandi kosningum, nema að einhver áður óþekktur flokkur verði til með skjótum hætti í tæka tíð.

Þeir sem hyggjast kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum ættu að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Ertu tilbúinn til að sjá eignarskattinn endurvakinn? Hvað með hátekjuskattinn? Tekjuskattur var lækkaður um 3% á síðasta kjörtímabili, viltu sjá þá lækkun ganga til baka? Viltu að erfðarfjárskatturinn hækki aftur? Svona mætti lengi telja…

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lækkað skatta á fyrirtæki úr tæpum 50% niður í tæp 25% í sinni valdatíð. Rekur þú kanski lítið fyrirtæki? Hvernig fyndist þér að borga 50% skattinn?

Ef að Sjálfstæðisflokkurinn myndar ekki meirihluta eftir næstu kosningar verður hér vinstristjórn. Það er ekkert flóknara. Vinstristjórnir einkennast af samdrætti, atvinnuleysi, háum sköttum og auknu skrifræði og leiðindum, sem óhjákvæmilega fylgir auknum verkefnum hins opinbera. Vinstrimenn vilja veita ríkinu endalaus verkefni á öllum mögulegum sviðum.

Skárra er að glíma við þennslu en kreppu.

Sindri Guðjónsson
sindri79(a)gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband