Miðvikudagur, 19. júlí 2006
Hver á fiskinn í sjónum?
Fyrir nokkru undirbjuggu útvegsmenn málshöfðun á hendur ríkinu vegna skerðingar sem þeir höfðu orðið að sæta vegna úthlutunar byggðarkvóta og línuívilnunar. ,,Lögspekingarnir og fyrrverandi alþýðubandalagsmennirnir Össur Skarphéðinsson og Kristinn H Gunnarsson voru yfirlýsingaglaðir á heimasíðum sínum vegna þessa. Það að vinnuveitendur í þessari mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar kjósi að láta reyna á réttindi sín fyrir dómstólum sagði Össur að væri ,,...fráleit ósvífni... en Kristinn sagði að útvegsmenn væru ,,...útbólgnir af hroka og skeytingarleysi....
Ekki er því úr vegi að fara í stuttu máli yfir ummæli þessara manna.
Össur vildi meina að útgerðarmenn ættu ekki fiskinn í sjónum. Í sjálfu sér er það alveg rétt hjá honum, enda getur enginn átt óveiddan fisk sem ekki er afmarkaður með nokkrum hætti. Útvegsmenn hafa heldur ekki haldið því fram að þeir eigi þenna fisk heldur aðeins nýtingarrétt að auðlindinni.
Kristinn sagði ríkið geta breytt úthlutunarkerfi aflaheimilda og jafnvel afnumið það með öllu. Í sjálfu sér er það alveg rétt að ríkið getur þetta en það er ljóst að ef eignar- eða atvinnuréttindi einhverra verða skert þá bera að bæta tjón sem af því hlýst. Vinstri stjórn sem þannig stæði að málum gæti valdið því að tuga eða hundruða milljarða skaðabótakröfur stofnuðust á hendur ríkinu.
Kristinn hélt áfram: ,,Veiðiheimildir, sem hafa verið keyptar, mynda engan eignarrétt, aðeins rétt til að nýta heimildina samkvæmt ákvæðum laganna. og svo: ,,Menn geta aðeins átt það sem þeir kaupa.
Fyrir utan hróplegt ósamræmi milli þessar tveggja setninga virðist Kristinn ekki hafa hugmynd um það að nýtingarréttur er ein tegund eignarréttar og nýtur jafnframt verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki er hægt að lá neinum fyrir að þekkja ekki eignarrétt eins og lófann á sér en slíkir menn, sem Kristinn, ættu þá frekar að halda sér saman en að básúna fáfærði sína.
Þess ber að geta að ef aflaheimildir eru skertar þá er fyrst og fremst verið að skerða réttindi sem menn hafa keypt sér. Ætla má að allt að 90% aflaheimilda séu nú í höndum annarra aðila en þeirra sem fengu þær upphaflega. Telja menn eitthvað réttlæti vera í því að kippa fótunum undan mikilvægustu atvinnugrein okkar með því að hrifsa af henni dýrmætustu eign hennar? Eign sem hefur verið keypt af þeim sem greinina stunda? Auk þess voru þeir sem fengu aflaheimildir upphaflega úthlutað í fullum rétti. Áður en fiskveiðistjórnkerfi var komið á til hindra ofveiði var sókn svo að segja frjáls. Til að gæta að stjórnarskrárvörðum atvinnuréttindum útvegsmanna var rétt að úthluta aflaheimildum til þeirra sem höfðu þá verið að stunda greinina. Með þessum hætti var gætt að áunnum atvinnuréttindum þeirra með því að breyta þeim í eignarrétt yfir aflaheimildum.
Útvegurinn hefur þá sérstöðu miðað við aðrar atvinnugreinar að þeir þurfa að sæta því að ákvarðanir misvitra stjórnmálamanna geti skilið milli feigs og ófeigs. Ein greina þarf hún að sæta ríkisforsjá í svo miklum mæli. Til að standa vörð um hagsmuni sína er því eðlilegt að þeir leiti til dómstóla. Hvaða aðra leið ættu þeir svo sem að fara til að gæta réttar síns?
Davíð Þorláksson
(Greinin birtist áður á www.sus.is)
Meginflokkur: Stjórnmál - almennt | Aukaflokkur: Gestapennar | Breytt 27.4.2007 kl. 22:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004