Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin og sjálfstæð utanríkisstefna - enn og aftur

"Gagnrýnin skoðun á kostum ESB-aðildar umfram EES er hér brýnt verkefni. Ekki er nóg að skoða stöðu EES-samningsins eins og verið er að gera í nefnd forsætisráðherra. Það tengist einnig brottför varnarliðsins, sem mun gera Íslendingum kleift að reka sjálfstæða utanríkisstefnu eftir nær sextíu ára fylgispekt við Bandaríkin."

Þessi merkilega málsgrein er tekin úr grein Margrétar S. Björnsdóttur um Samfylkinguna sem birtist í Morgunblaðinu 15. júlí sl. og borið hefur nokkuð á í hinni pólitísku umræðu síðan. Og hvað er svona merkilegt við hana spyr án efa einhver. Jú, hún gengur ekki upp. Hún byrjar á því að talað er fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Og síðan er talað um sjálfstæða íslenzka utanríkisstefnu.

Raunin er sú að ef Íslendingar tækju upp á þeirri vitleysu að ganga í Evrópusambandið yrði ekki rekin nein sjálfstæð íslenzk utanríkisstefna. Aðeins yrði þá um að ræða sameiginlega utanríkisstefnu sambandsins sem aftur myndi, eins og annað innan sambandsins, seint taka mið af hagsmunum Íslands og íslenzku þjóðarinnar.

Og þessu til viðbótar í ljósi málsgreinar Margrétar. Hvað með að skoða galla Evrópusambandsaðildar? Á s.s. alveg að horfa framhjá þeim? Þeir eru sennilega óþægilega margir...

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband