Föstudagur, 7. júlí 2006
Góður kommúnisti - góður Evrópubúi?
Fyrir ekki svo löngu síðan sá ég brezkan sjónvarpsþátt sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu og fjallaði um Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu. Í þættinum var m.a. minnzt á það sem kallaðist "a good communist" (góður kommúnisti) í kommúnistaríkjunum á tímum kalda stríðsins, og kallast sjálfsagt enn í þeim sem eftir eru.
Ég hafði nú heyrt þetta orðalag oft áður, góðir kommúnistar voru víst sagðir vera þeir sem sögðu já og amen við línunni frá Moskvu, þ.e. frá hinu yfirþjóðlega valdi sem þeir trúðu margir hverjir á í blindni sem var Komintern, aþjóðasamband kommúnista. Þeir sem kynnt hafa sér þá sögu vita að það var nánast sama hvað ráðamenn í Sovétríkjunum og Komintern tóku upp á að gera eða segja, yfirleitt var það meira eða minna réttlætt af forystumönnum kommúnista, hvort heldur sem var hér á Íslandi eða erlendis.
Íslenzkir kommúnistar sáu margir fyrir sér framtíðarríkið Sovét-Ísland og vildu að Ísland yrði kommúnískt ríki og tæki sér stöðu við hlið annarra slíkra. Almenningi var lofað gulli og grænum skógum þegar þessu markmiði hefði verið náð og ekkert var gefið fyrir fullyrðingar um að kommúnistaríkin væru ólýðræðisleg og miðstýrð langt úr hófi fram.
Þetta minnti mig óhjákvæmilega á hliðstætt fyrirbæri í nútímanum, nefnilega Evrópusambandið. Maður hefur nefnilega ósjaldan heyrt talsmenn sambandsins skírskota til einhvers sem þeir kalla "a good European" (góður Evrópubúi). Á þetta er ævinlega minnzt þegar t.a.m. er rætt um þjóðaratkvæðagreiðslur sem hafa farið öðruvísi en Evrópusambandið hefur viljað. Við slík tækifæri eru íbúar viðkomandi ríkja ekki "góðir Evrópubúar" sem segja já og amen við öllu sem ákveðið er í Brussel, gagnrýnislaust.
Ekki verður betur séð en að talsmenn Evrópusambandsins hér á landi trúi í blindni á hið yfirþjóðlega vald, Evrópusambandið. Þeir sjá ennfremur fyrir sér framtíðarríkið ESB-Ísland og lofa okkur Íslendingum gulli og grænum skógum ef við göngum í sambandið og afsölum okkur sjálfstæði okkar. Þeir gefa heldur ekkert fyrir augljósan lýðræðisskort innan Evrópusambandsins og gríðarlega miðstýringu. Línan frá Brussel er ávallt rétt í þeirra augum og að því er virðist algerlega yfir gagnrýni hafin. Brussel veit einfaldlega miklu betur hvað okkur er fyrir beztu en við sjálf að þeirra mati alveg eins og Moskva áður í augum margra kommúnista.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is
(Upphaflega ritað í lok árs 2003)
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Hjörtur J. | Breytt 27.4.2007 kl. 22:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004