Leita í fréttum mbl.is

Enn um skatta

Nú styttist í að landsmenn fái til baka álagningarseðla frá Ríkisskattstjóra. Í einhverjum sveitafélögum á almennur skattborgari von á endurgreiðslu ef útsvar sveitafélagsins er nógu lágt. Í flestum sveitafélögum er það þó ekki þannig þar sem flest þeirra innheimta hámarskútsvar. Einhverjir hefðu haldið að við hægri menn værum orðnir þreyttir á að gagnrýna háa skatta, en því fer fjarri, sérstaklega þegar skattar á Íslandi eru 36,72%.

Það er því ekki úr vegi að huga að nokkrum atriðum varðandi skattheimtu og eyðslu á skattfé almennings.

Á síðustu mánuðum vetrar skila Íslendingar af sér upplýsingum um það hve mikið þeir höfðu í laun á síðasta ári og hvaðan þau laun komu. Jafnframt gefa þeir upp hvað þeir borguðu mikið í skatta, lífeyrissjóði og svo frv. Mönnum er s.s. gefinn kostur á að sýna sínar bestu hliðar með heiðarleika og kostgæfni. Telja þarf upp, laun, sjóði, sparifé og svo frv

En eins og fyrr segir eru skattar á Íslandi háir, tæp 37%. Það þýðir að maður sem vinnur 8 tíma vinnu á dag fær aðeins borgað í sinn vasa um 5 tíma. Þá skulum við ekki gleyma að hann á eftir að borga skatta af nánast öllu öðru sem hann gerir, þ.e. vsk af matvörum og sérvörum, afnotagjald sjónvarpsins, bílaskatt og svo mætti lengi telja. Það er því óhætt að segja að skatturinn teygi anga sína í nánast allt sem við gerum.

Það er þó ekki þar með sagt að öll skattheimta sé slæm. Við búum í landi þar sem fólk vill fá nauðsynlega samfélagsþjónustu s.s. löggæslu, almennt eftirlit, heilsugæslu og svo frv. Við erum líka þannig úr garði gerð að við viljum sjá um þá sem minna mega sín, að sjálfsögðu. Menn geta síðan deilt um hversu langt á að ganga í velferðarmálum. Eitt skal þó tekið skýrt fram og það er að bygging íþróttaleikvangs, byggðaþróun, nýsköpun, stuðningur við ýmiss félagasamtök og svo frv. hefur ekkert með velferðarkerfi að gera heldur er þarna búið að taka ranglega af heiðarlegu fólki til að borgar fyrir áhugamál og sérþarfir annarra.

En ég er hinsvegar á móti óhóflegri skattheimtu. Það er staðreynd að tekjuskattur einstaklinga er of hár hér á landi. Skattur á að vera tekjulind nauðsynlegustu verkefna ríkisins. Skattheimtu á hvorki að nota sem tekjujöfnuð milli einstaklinga eða fyrirtækja, og ekki sem fjáröflun fyrir gæluverkefni stjórnmálamanna. Það er einn megintilgangurinn með skrifum okkar. Að opna augu fólks fyrir því hvernig lífinu skal háttað með sem minnstum afskiptum ríkissins og með frjálsu vali einstaklinga. Oft vilja ráðamenn gleyma því að skattpeningar eru eign almennings en ekki eign einstakra sveitafélaga og/eða ráðamanna.

Hingað til hefur íslenska ríkið og sveitafélögin alltaf fundið sér eitthvað til að gera með skattpeningana og í framhaldi af því hefur ekki verið svigrúm til skattalækkana. Einstaka ríkisstjórnir, eins og sú sem núna situr, hafa þó tekið sig til og borgað inn á höfuðstól erlendra lána og lækkað þannig greiðslubyrði ríkisins. En hvað hefði gerst ef þessi ríkisstjórn hefði aðeins setið í fjögur ár? Kannski eitthvað svipað og gerðist hjá R-listanum?

Mjög mikilvægt er að þeir aðilar sem kosnir eru af almenningi fari með og sýni ábyrgð þegar um er að ræða fjármuni almennings.

Gísli Freyr Valdórsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband