Mánudagur, 3. júlí 2006
Mánudagspósturinn 3. júlí 2006
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um fylgishrun Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Gallups. Það hljóta að vera miklar áhyggjur í herbúðum flokksins vegna þessa sem og alvarlegar vangaveltur um það hvort ekki sé rétt að skipta aftur um formann (eins og gert var síðast fyrir rétt rúmu ári) og þá biðja jafnvel Össur Skarphéðinsson um að taka á ný að sér forystu flokksins. Eða bara einhvern annan. Það er a.m.k. ljóst að Ingibjörgu Sólrúnu hefur algerlega mistekizt að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar og rúmlega það.
---
Annars stendur víst til að stofna sérstakan stjórnmálaflokk á Íslandi sem berjast á fyrir hagsmunum innflytjenda. Þetta mun vera önnur tilraun til þess að stofna slíkan flokk, en fyrri tilraunin fór fram árið 2002 ef ég man rétt. Af þeirri flokksstofnun varð þó aldrei eins og stundum vill verða, en markmið hans var aðallega að gera innflytjendum frá Suðaustur-Asíu auðveldara með að setjast að hér á landi. Af einhverjum ástæðum þótti þannig við hæfi að gera hagsmunum ákveðins fólks hærra undir höfði en annarra á grundvelli kynþáttar. Það vantaði þó ekki að þeir, sem hugðust stofna þennan flokk, sökuðu ýmsa aðra um að mismuna fólki eftir kynþáttum...
Hvað nýja innflytjendaflokkinn annars varðar verður kannski einna helzt fróðlegt að vita hvort hann muni aðeins hafa stefnu í innflytjendamálum eða öðrum málaflokkum líka? Og þá hvaða stefnur? Eða hvort hugmyndin er að um verði að ræða svokallaðan eins-máls-flokk? Svona t.d. eins og Frjálslyndi flokkurinn var í fyrstu og margir vilja meina að sé ennþá raunin. Kemur í ljós.
Að öðru leyti er þetta framtak kannski einna merkilegast í ljósi þess að (oftar en ekki sjálfskipaðir) talsmenn innflytjenda á Íslandi hafa lagt mikla áherzlu á það að þeir innflytjendur sem sezt hafa að hér á landi séu afar ólíkir innbyrðis, hafi ólíkan bakgrunn, ólíkar skoðanir, og ólíka hagsmuni og því sé rangt að setja þá alla undir einn hatt eða í einn flokk?
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is
Meginflokkur: Mánudagspósturinn | Aukaflokkur: Hjörtur J. | Breytt 27.4.2007 kl. 22:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004