Föstudagur, 27. janúar 2006
Kaldar kveðjur til ungra frambjóðenda
Hvað verður til þess að Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tekur sér tíma til að amast yfir frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna til borgarstjórnarkosninga á komandi vori? Nú get ég svo sem ekki svarað því fyrir hennar hönd og ekki hef ég neitt á móti henni Jóhönnu, langt því frá. Ég hef meira að segja áður sagt hér á síðuni að mér finnist hún skemmtilegur þingmaður og oftar málefnalegri en kollegar hennar á vinstri vængnum. En núna tók Jóhanna að ég held vitlausan pól í hæðina. Í grein á síðu sinni sér hún ástæðu til að skammast út í hina og þessa sem vogað hafa sér að fara í prófkjör í borginni.
Jóhanna segir í grein sinni ,,... Björn Ingi er sagður frambjóðandi helstu forystu og áhrifamanna í flokknum. ... sem er nánasti samstarfsmaður formanns flokksins og forsætisráðherra og nýtur stuðnings krónprinsins Árna Magnússonar vekur upp spurningar. Hver borgar fyrir þetta yfirþyrmandi auglýsingaflóð fyrir frambjóðandann, sem virðist vera að slá út Gísla Martein hjá íhaldinu og þótti ýmsum þó nóg fyrir?
Bíddu nú við, á Björn Ingi að gjalda fyrir það að vera aðstoðarmaður forsætiráðherra? Er eitthvað athugavert við það þó að menn taki stefnu í pólitík? Hefur enginn sem er nálægur Ingibjörgu Sólrúnu nokkru sinni farið í pröfkjör eða annars konar pólitískt framboð? Og bíddu nú við, er á annað borð slæmt að vera náinn áhrifa- og fyrstumönnum í stjórnmálaflokk? Eru áhrifa- og forystumenn vondir menn? (eða konur ef því er að skipta?)
Og annað, getur Jóhanna upplýst hverjir þessi ,,ýmsir eru sem þótti nóg um baráttu Gísla Marteins fyrir nokkrum mánuðum? Hvað á þetta eiginlega að þýða? Hvað veit Jóhanna um það hvað Gísli Marteinn eða aðrir frambjóðendur eyddu í prófkjör sitt í haust? Það er ekkert sem bendir til þess að Gísli Marteinn hafi eytt meira fjármagni í sína baráttu heldur en mótherji hans í prófkjörinu. Það eru heldur köld skilaboðin sem ungir frambjóðendur fá frá þeim sem fyrir sitja.
En jæja, áfram heldur Jóhanna, ,,Grannt mun verða fylgst með því hvort og þá hvernig frambjóðandinn mun gera grein fyrir útgjöldum og tekjum af þessari prófkjörsbaráttu? Flokkur þessa frambjóðenda hefur ásamt íhaldinu ítrekað staðið í vegi þess að lögleitt verði lög um upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka? ... Og hver borgar brúsann í kosningabaráttu flokksins? Eru einhver hagsmunatengsl þar að baki? Eru það sömu aðilar og styðja flokkinn fjárhagslega í kosningum og eru nú að styðja nánasta samstarfsmanns formanns flokksins og forsætisráðherra með fjárframlögum- frambjóðandans
Eg býst þá líka við að Jóhanna muni fylgjast grannt með því hverjir styrkja framboð Stefáns J. Hafsteins, Dag B. Eggertssonar og auðvitað núverandi borgarstjóra, Steinunnar Valdísar. Það er auðvitað engin hætta á hagsmunartengslum þegar borgarstjóri fer í prófkjör??
Ætlar Jóhanna líka að fara fram á að Össur og Ingibjörg upplýsi hverjir styrktu framboð þeirra til formanns s.l. vor? Síðan geri ég líka ráð fyrir að þeir sem styrkja Össur, Ingibjörgu, Stefáns J, Dag B, og Steinunni Valdísi komi ekki til með að styðja flokkinn í komandi kosningum. Ekki viljum við nein hagsmunatengsl, er það nokkuð?
Og flokkur Björns Inga og ,,íhaldið hefur víst komið í veg fyrir að lög um fjármál stjórnmálaflokka gangi í gegn. Þetta er auðvitað til skammar sérstaklega þar sem fjármál Samfylkingarinnar liggja öllum opin og hefur flokkurinn sýnt frábært fordæmi með þessu stóra baráttumáli sínu.
Í raun er mér alveg sama hverjir styðja einstaka frambjóðendur eða flokka. Það er þeirra einkamál. En Jóhanna getur ekki ráðist með þessum hætti á Björn Inga, Gísla Martein eða aðra unga menn sem eru að fóta sig í pólitík. Skoðanir hennar eru aðeins í orði en ekki á borði. Eg vona að Jóhanna fari ekki frekar inn á þessa braut.
Meginflokkur: Stjórnmál - almennt | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 23:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004