Miðvikudagur, 6. september 2006
Meiri samúð með Hezbollah en Ísraelum
Samkvæmt nýlegri könnun höfðu Íslendingar frekar samúð með Hezbollah-liðum en Ísraelum á meðan átök þessara aðila stóðu. Þetta er til marks um að eitt megin markmið og herbragð Hezbollah hafi gengið upp.
Þeir gerðu viljandi einungis árásir á Ísraela frá skotpöllum sem þeir staðsettu mitt í fjölmennum fjölskyldu hverfum, til að tryggja að mannfall yrði sem mest þegar Ísraelar myndu bregðast við. Með þessu var best tryggt að neikvæð umfjöllun um Ísraela viðhéldist.
Fréttaflutningur af þjáningum sem Ísraelar öllu Líbönum var ýktur og æstur. Sagt var frá því að 56 manns hefðu dáið í þorpinu Kana. Nokkru seinna var það staðfest að einungis 28 hefðu látist. Haft var eftir forseta Líbanons í fréttum heimsins, Siniora, að 40 manns hefðu dáið í þorpinu Hula, um leið og hann hvatti alla utanríkisráðherra Arabaríkja til að krefjast vopnahlés án skilyrða. Síðar viðurkenndi Siniora að einungis 1 hefði dáið í Hula. Upp komst einnig um ýmsar falsaðar frétta myndir um síðir, svo og að margir þeir sem myndaðir voru sem hjálparstarfsmenn og fórnarlömb, voru beinlíns starfsmenn Hezbollah.
Það vantaði hinsvegar eitthvað upp á æsinginn þegar að segja átti fréttir af neyð eða þjáningum meðal almennra borgara í Ísrael. Ég varð í það minnsta ekki var við eins mikinn fréttaflutningum af þeim rúmlega milljón Ísraelum sem þurftu að búa í sprengjubyrgjum í heilan mánuð, eða þá um þá 300.000 sem flýðu heimil sín annað. Það er kannski hægt að segja að Ísraelar hafi sloppið vel í ljósi þess að 3970 eldflaugum var skotið á land þeirra. Ekki nema 160 manns létust og einungis 4262 þurftu að fara á sjúkrahús. Beint efnahagstjón Ísraelar var 1.400.000.000 dollarar, og ekki hafa þeir krafið Hezbollah, eða stuðningsmenn þeirra (Íran og Sýrland) um bætur.
Annars er megin munurinn á Hezbollah og Ísraelum sá, að Ísraelar létu rigna miðum með aðvörunum fyrir óbreytta borgara, og þeir hvattir til að yfirgefa þau svæði sem til stæði að sprengja. Hezbollah hafði það hins vegar að sérstöku markmiði að drepa óbreytta borgara, bæði í Ísrael og Líbanon.
Sindri Guðjónsson
sindri79(a)gmail.com
(Myndirnar að neðan sýna annars vegar Hezbollah-liða á fjöldafundi heilsandi með nasistakveðjunni og hins vegar meðlimi í svokallaðri "barnadeild" innan Hezbollah-samtakanna á hersýningu.)
Meginflokkur: Mið-austurlönd | Aukaflokkur: Sindri | Breytt 27.4.2007 kl. 22:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004