Miðvikudagur, 14. júní 2006
Betri borg
Dagurinn í gær var góður dagur í Reykjavík. Ný borgarstjórn tók við störfum eftir 12 ára valdasetu sósíalista og vinstri aflanna. Hér á þessari síðu og fleiri síðum sem aðhyllast hægri stefnu, frelsi einstaklingsins, lágum sköttum og minni afskiptum hins opinbera hefur fráfarandi stjórn Reykjavíkurborgarinnar verið mikið gagnrýnd enda hafa störf hennar einkennst af vinstri stefnu, miðstýringu, háum sköttum og mikilli skuldarsöfnun borgarinnar. Ekki stendur til að ílengja þá gagnrýni hér. Sem betur fer er þeim tíma lokið. Eða hvað...?
Ekki einn flokkur talaði um það fyrir nýafstaðnar kosningar að minnka útsvar í borginni. Eg held meira að segja að ég fari með rétt mál þegar ég segi að enginn flokkur hafi nokkurs staðar á landinu lofað að lækka útsvar í sínu sveitafélagi. (fullyrt með fyrirvara).
Allir þeir flokkar sem buðu fram í Reykjavík töluðu eins og nóg væri til af peningum sem lægju bara og biðu eftir að verða eytt. Eins og síðasta borgarstjórn hefði bara lagt hellings fjármagn til hliðar sem nú væri kominn tími á að eyða. Svo er nú aldeilis ekki. Það er ljóst að flokkarnir reyndu að kaupa sér atkvæði með því að lofa borgarbúum að þeir ætluðu að verða duglegir að taka af þeim peninga og eyða þeim. Eins fáránlegt og það nú hljómar. Það er þó auðvitað aldrei lagt fram með þessum hætti.
Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að hann var líklega hófsamastur hvað varðar útgjaldaloforðin. En það er ekki nóg. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hinn nýji borgarstjóri sagði við blaðamenn í gær að ekki standi til að lækka útsvarið. Það má vel vera að eftir óráðsíu R-listans sé ekki tækifæri til skattalækkana eins og er. En það ætti samt að vera markmið stjórnvalda að minnka útgjöld hins opinbera og lækka skatta. Reyndar stendur til að lækka fasteignaskatta og er það vel.
Eitt af stærstu verkefnum hins nýja meirihluta ætti að vera að taka til í fjármálum hins opinbera. Þegar Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991 þurfti ný ríkisstjórn heldur betur að taka til í fjármálum hins opinbera. Það er vissulega ekki auðvelt verkefni en þarf að gera engu síður. En það er svona sem vinstri menn skilja eftir sig eftir að hafa verið við völd.
En fyrir hönd ritstjórnar Íhald.is er ástæða til að óska borgarbúum öllum til hamingju með nýja borgarstjórn. Ég vona að borgin verði vel rekin og tekið verði á þeim vandamálum sem vinstri menn hafa skapað í borginni. Eins og fram kom í ritstjórnarviðhorfi hér í gær er ýmislegt sem betur má fara. Engu að síður er borgin og rekstur borgarinnar í góðum höndum. Eða það skulum við allavega vona.
Íhald.is mun vissulega veita núverandi meirihluta aðhald.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is
Meginflokkur: Borgarmálin | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 22:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004