Föstudagur, 10. febrúar 2006
Íslensk leyniþjónusta eða vanþekking vinstrimanna í öryggismálum?
Það er alveg einkennilegt að þingmenn og aðrir meðlimir Samfylkingarinnar skuli aldrei getað talað um öryggis og varnarmál öðruvísi en að hleypa upp umræðu sem á sér engar stoðir og henda fram gífuryrðum sem þeir sjálfir geta engan vegin útskýrt sjálfir.
Fyrir viku síðan lagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fram minnisblað um frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Eins og fram kemur á heimasíðu ráðherrans er meginefni frumvarpsins stækkun lögregluumdæma og nýskipan þeirra. Eg vitna hér beint í heimasíðu Björns, ,,Í frumvarpinu er einnig (feitl höfundar) ákvæði um, að við embætti ríkislögreglustjóra [...] starfi greiningardeildir til að meta áhættu og sinna greiningu á því, sem tengist alþjóðlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkastarfsemi. Með þessu er að því stefnt, að íslenska lögreglan ráði yfir svipuðum tækjum og lögheimildum og lögregla í nágrannaríkjunum, auk þess sem þetta lýtur að sérstökum rannsóknaraðferðum lögreglu, [...].
Það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra landsins sé sífellt að vinna í því að efla öryggi borgaranna jafnframt því að vera stöðugt vakandi fyrir nýjum aðferðum við að efla löggæslu og uppræta almenna glæpastarfssemi. Telji hann að þörf sé að því að efla ákveðnar deildir innan lögreglunnar, tollgæslunnar, landhelgisgæslunnar og svo frv. er það hlutverk hans að sjá til þess að svo verði.
En það virðast ekki allir vera sammála um það. Í hvert skipti sem minnst er á eitthvað tengt uppbyggingu lögreglunnar eða á annað tengt öryggis og varnarmálum rísa hárin á vinstrimönnum og fyrr en varir er farið að tala um stríðsleiki og leyniþjónustur. Sérstaklega virðast þingmenn Samfylkingarinnar hafa horn í síðu Björns Bjarnasonar þegar farið er að ræða þessi mál. Björgvin G. Sigurðsson fer einmitt mikinn á heimasíðu sinni og í fréttatímum og segir dómsmálaráðherra vera að stofna íslenska leyniþjónustu.
Björgvin átelur ráðherrann fyrir að ætla að stofna til slíkrar ,,deildar og getur sér til um inni hald frumvarpsins. Já, hann getur sér til um það því einhverra hluta vegna treysti hann sér til að tjá sig um málið í fréttum NFS síðustu helgi án þess þó að hafa séð frumvarpið sjálft. Hann gerir ósjálfrátt ráð fyrir að Björn Bjarnason ætli að stofna hér leyniþjónustu sem muni skv. orðum Björgvins fara ,,gegn friðhelgi einkalífs og athafnafrelsi með heimildum til hlerana og hverskonar gægjustarfsemi sem skoðanabræður Bjarnar, í líki Bush, hafa trommað upp með í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum.
Hvaða rugl er þetta eiginlega? Af hverju getur maðurinn ekki bara fjallað um þetta með málefnalegum hætti eins og fullorðinn maður. Þetta er jafn barnalegt og þegar aðrir þingmenn Samfylkingarinnar sökuðu Björn um hervæðingu vegna fjölgunar stöðugilda í sérsveit lögreglunnar. Þingmennirnir tala og haga sér eins og þeir séu í framhaldsskóla pólitík. Er það óeðlilegt að í 300 þúsund manna samfélagi að hér starfi um 50 manna sérsveit? Er óeðlilegt að sjálfstæð þjóð hafi sterka og góða löggæslu á öllum sviðum? Þeir telja greinilega svo vera. Eða haga þeir sér svona eins og krakkar af því að frumvarpið kemur frá Birni Bjarnasyni?
Björgvin reyndar opinberar vanþekkingu sína og persónulega andúð á dómsmálaráðherra landsins þegar hann segir á síðu sinni, ,,en engan skyldi undra þó að öll viðvörunarljós blikki nú af fullum krafti þegar jafn mikil loðmulla og þetta kemur frá Birni Bjarnasyni.
Einmitt. Þegar dómsmálaráðherra sinnir starfi sínu þá kvikna viðvörunarljós hjá þingmönnum Samfylkingarinnar. Ekkert er hins vegar að frétta af stefnu flokksins í þessum málum. Einhvern tímann skammaðist núverandi formaður yfir því að Íslendingar ættu ekki þyrlur sem gætu tekið eldsneyti á lofti. Það væri svo sem athyglisverð gagnrýni en ef að hún hefði eitthvað kynnt sér málin þá myndi hún vita að Bandaríkjamenn eru þeir einu sem hafa slíkan búnað til umráða. Ég er farinn að halda að ekki einn einasti maður hafi nokkuð vit á þessum málum í flokknum. Formaðurinn sjálfur virðist alla vega ekki hafa það og því kannski ekki hægt að gera kröfu um að aðrir í flokknum geri það.
Meginflokkur: Öryggis og varnarmál | Aukaflokkar: Gísli Freyr, Vinstrimenn á villigötum | Breytt 27.4.2007 kl. 23:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004