Leita í fréttum mbl.is

Batnandi mönnum er bezt að lifa

Ég mátti til með að vekja athygli á þessari frétt um að Ungir jafnaðarmenn hafi ályktað gegn þeirri ákvörðun íslenzkra stjórnvalda að hefja á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem aðilar innan Samfylkingarinnar dansa ekki eftir því sem skoðanakannanir segja hverju sinni og því ljóslega um merkisatburð að ræða. Ég er að vísu engan veginn sammála þessari ályktun UJ, en það er aftur á móti jákvætt þegar stjórnmálaöfl taka sjálfstæða afstöðu til mála í stað þess að stunda þann populisma að dansa bara eftir því sem skoðanakannanir segja hverju sinni. Raunar er það svo að þeir sem það gera eru fyrst og síðast líklegir til að skaða sig sjálfa með því háttalagi.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


mbl.is Ungir jafnaðarmenn segja hvalveiðar ekki einkamál Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband