Sunnudagur, 22. október 2006
Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
Jón Baldvin Hannibalsson hafði í hyggju að spila sjálfan sig sem fórnarlamb símahlerana, en þess í stað hefur nú verið sýnt fram á með áreiðanlegum heimildum að hann beitti sér sjálfur fyrir því að njósnað væri um aðra og þá sérstaklega samráðherra sinn í ríkisstjórn, Svavar Gestsson. Símahleranirnar eiga að hafa átt sér stað fyrir meira en áratug síðan og af einhverjum ástæðum sá Jón ekki ástæðu til að vekja athygli á þeim fyrr en akkúrat núna rétt fyrir kosningar þegar hann hefur verið orðaður við framboð fyrir Samfylkinguna.
Jón hefur ýjað að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi beitt sér fyrir þessum meintu hlerunum, en nú segist hann hafa talið að Bandaríkjamenn hafi staðið fyrir þeim. Hvers vegna lét hann þá ekki ríkisstjórnina vita af þessu? Kannski voru símar fleiri ráðherra hleraðir? Hélt Jón að þetta væri bara eitthvað einkamál hans? Að hann einn væri hleraður? Líklegast er þó að þessar hleranir séu aðeins til í hausnum á Jóni Baldvini og lærisveins hans Árna Páls Árnasonar, enda hafa þeir engar sönnur fært á þessar sögur sínar. Einu heimildirnar eru einhverjir ónafngreindir menn sem enginn veit hverjir eru.
Merkilegt annars að Jón skuli fyrst saka Þór Whitehead um að hafa tekið þátt í einhverju samsæri með Birni Bjarnasyni, um að undirbúa jarðveginn fyrir íslenzka leyniþjónustu, með ritgerð sinni sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum, einmitt núna þegar varpað er ljósi á þátt hans í að láta njósna um Svavar Gestsson og fleiri. Það er hins vegar heill mánuður síðan tímaritið var gefið út.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Þór var að undirbúa farveginn fyrir frumvarp um öryggisgæslu, segir Jón Baldvin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinstrimenn á villigötum | Aukaflokkur: Hjörtur J. | Breytt 27.4.2007 kl. 21:44 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004