Leita í fréttum mbl.is

Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!

Ég upplýsi það hér með að ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að síminn minn hafi verið hleraður þegar ég starfaði við lagerumsjón og bókanir fyrir Kaupfélag Húnvetninga sumarið 2002. Íslenzkur maður varaði mig við því að ég væri hleraður og síðan fékk ég staðfestingu á því þegar sami maður sagði mig hafa talað ógætilega í símann. Það kemur þó ekki til greina að ég upplýsi hver þessi einstaklingur er þrátt fyrir að hann sé eina heimild mín fyrir þessum alvarlegu ásökunum.

Einhvern veginn á þennan hátt hljómar fullyrðing Árna Páls Árnasonar, fyrrv. starfsmanns varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sem segist hafa verið hleraður fyrir um áratug síðan en hefur aldrei séð ástæðu til að vekja athygli á því fyrr en núna, einmitt þegar það vill svo til að sami maður er á leið í framboð fyrir Samfylkinguna. Hinn maðurinn, sem haldið hefur hliðstæðu fram um sig og hefur álíka miklar sannanir fram að færa um það, Jón Baldvin Hannibalsson, mun að sama skapi vera að íhuga framboð fyrir flokkinn ef marka má Ríkisútvarpið. Tímasetningin á þessum "uppljóstrunum" tvímenninganna er að sjálfsögðu tilviljun.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband