Leita í fréttum mbl.is

Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga

Lydveldishatid1944Athyglisverð grein birtist í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni "Keisarakvillar" þar sem höfundurinn, Kópavogsbúinn Steinar Steinsson, veltir því beinlínis fyrir sér hvort hann sé Íslendingur, hvort hann sé "tækur í þjóðarhópinn" eins og hann orðar það. Ástæðan er tilhneiging alltof margra til þess að fullyrða að Íslendingar séu á móti þessu og hinu, eða vilji þetta eða hitt. Steinar segir sig því hljóta að þurfa að dansa í takt við þessar fullyrðingar til að geta talist hluti af þjóðinni. Grein sinni lýkur hann síðan með því að segja að þessir fullyrðingaglöðu einstaklingar, spámennirnir eins og hann kallar þá, hafi nú fært sig upp á skaftið og séu farnir að taka sér umboð fyrir ófædda Íslendinga og skírskotar þar til Kárahnjúkavirkjunar.

"Spámennirnir hafa nú fært sig uppá skaftið og tekið sér umboð fyrir ófædda Íslendinga. Hvar þeir hafa grafið upp umboðið er mér ráðgáta, ef til vill hafa þeir einhver himnesk sambönd við æðri máttarvöld eins og keisararnir áður fyrr. Einn ágætur skemmtikraftur hefur nýtt þessa nýju hugmynd og bætt henni á skemmtidagskrá sína og er gaman að því, hitt væri verra ef hann trúir því í raun að æðri máttarvöld hafi fært honum umboð fyrir þá ófæddu, það væri einskonar keisarakvilli. Mér finnst Austfirðingar mikið ágætis fólk og áhugasamt um að bæta sín lífskjör og auka verðmæti eigna sinna og það án þess að seilast inn á svæði annara landshluta. Í raun er undarlegt að þetta fólk og framtak þess skuli eiga þó nokkuð af óvildarmönnum. Bestu óskir til Austfirðinga, nýtið þetta tækfæri til að setja stoðir undir auðugra mannlíf, meiri menntun og fjölbreyttari tækifæri."

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband