Laugardagur, 7. október 2006
Hvað er maðurinn að tala um?
Í Blaðinu í gær birtist grein eftir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sem var vægast sagt innihaldslaus. Tilgangur greinarinnar var að vísu augljós, þ.e. að hvetja sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi til að veita Borgari Þór Einarssyni, formanni Sambands ungra sjálfstæðismanna, gott brautargengi hvort sem þar mun fara fram prófkjör eða uppstilling. Hins vegar var vægast sagt ruglingslegt hvers vegna veita ætti Borgari stuðning. Eftir lestur greinarinnar er ég engu nær um það. Skoðum aðeins hvað Ásgeir segir um þetta:
"Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi staðið sig vel í að skapa hér aðstæður fyrir áður óþekkta velmegun, þá mun árangur í fortíð ekki vera nægilegt farteski í kosningabaráttunni framundan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 1991 og flokkurinn á mikið verk fyrir höndum ef honum á að takast að tryggja sér áframhaldandi umboð til forystu. Hann hefur gengið í gegnum farsæla endurnýjun í forystunni og þarf að ganga í gegnum ákveðna hugmyndafræðilega endurnýjun líka. Ekki svo að skilja að hann þurfi að hverfa frá stefnu sinni í neinum málaflokki, áherslan á frelsi einstaklingsins til orðs og athafna er ávallt farsælust. En hann þarf að beita sér á fleiri sviðum, þannig að góður árangur náist þar eins og í þeim málaflokkum sem flokkurinn hefur einbeitt sér hvað mest að. Ég er þeirrar skoðunar að ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum sé vel til þess fallið að taka næstu skref, takast á við næstu verkefni og koma fram með lausnir nýrra tíma."
Gott og vel. Flokkurinn þarf að endurnýja hugmyndafræði sína en samt ekki að hverfa frá stefnu sinni í neinum málaflokki? Endurnýjun hlýtur að fela í sér breytingar, eða hvað? Nei, það er ekki að sjá að neinu þurfi að breyta þegar allt kemur til alls. Þetta gengur vitaskuld ekki upp. Og burtséð frá þessu, í hverju flest þessi hugmyndafræðilega endurnýjun? Við því koma engin svör í grein Ásgeirs. Síðan á flokkurinn að beita sér á fleiri sviðum, en ekki orð um það hvaða svið það eiginlega eru. Og hvaða næstu skref eru þetta? Og hvaða næstu verkefni? Og hvaða lausnir? Ekki orð um það heldur.
Nú er tilgangurinn með þessari grein alls ekki að vera með nein leiðindi út í Ásgeir Helga, en hins vegar leyfi ég mér að efast stórlega um að þessi grein hans hafi sannfært nokkurn mann um að rétt sé að veita Borgari Þór brautargengi í Norðvesturkjördæmi. Ég er ansi hræddur um að til þess verði menn að orða hlutina talsvert skýrar en hann gerir.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Meginflokkur: Stjórnmál - almennt | Aukaflokkur: Hjörtur J. | Breytt 27.4.2007 kl. 21:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004