Leita í fréttum mbl.is

Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"

TaxpayerNorska vinstristjórnin hefur ákveðið að hækka skatta í Noregi til að auka tekjur ríkisins eins og greint er frá á fréttavef Morgunblaðsins í dag. Alls upp á tvo milljarða norskra króna. Þ.á.m. á að hækka matarskattinn svokallaða, þ.e. virðisaukaskattur á matvörur. Á sama tíma þykist Samfylkingin, systurflokkur norska Verkamannaflokksins sem er stóri flokkurinn í norska ríkisstjórnarsamstarfinu, ætla að lækka þann skatt hér á landi komist hún í ríkisstjórn.

Eðlilega taka menn slíkum yfirlýsingum með miklum fyrirvara, enda nánast náttúrulögmál að vinstrimenn hækka skatta. R-listinn, hvar Samfylkingin var lengi vel stærsti flokkurinn, lofaði skattalækkunum ítrekað á meðan hann hélt um stjórnartaumana í Reykjavík en niðurstaðan varð þó allt önnur, álögur á borgarbúa voru þvert á gefin loforð miskunnarlaust hækkaðar.

Tilfellið nú í Noregi sýnir annars vel þann furðulega og takmarkaða hugsunarhátt vinstrimanna að halda að eina leið ríkisins, til að auka tekjur sínar (ef þess þarf endilega) sé að hækka álögur á fólk. Þeir bara skilja ekki, þrátt fyrir fjölda dæma um það, að hægt er að auka tekjur ríkisins með því einmitt að lækka skatta sem leiðir til þess að veltan í viðkomandi þjóðfélagi eykst sem aftur þýðir að ríkið fær minni sneið af stærri köku í stað stærri sneiðar af minni köku áður. Önnur afleiðing þessa er að almenn velsæld eykst eins og þróunin hér á Íslandi á undanförnum árum sýnir einna bezt.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband