Föstudagur, 6. október 2006
Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
Norska vinstristjórnin hefur ákveðið að hækka skatta í Noregi til að auka tekjur ríkisins eins og greint er frá á fréttavef Morgunblaðsins í dag. Alls upp á tvo milljarða norskra króna. Þ.á.m. á að hækka matarskattinn svokallaða, þ.e. virðisaukaskattur á matvörur. Á sama tíma þykist Samfylkingin, systurflokkur norska Verkamannaflokksins sem er stóri flokkurinn í norska ríkisstjórnarsamstarfinu, ætla að lækka þann skatt hér á landi komist hún í ríkisstjórn.
Eðlilega taka menn slíkum yfirlýsingum með miklum fyrirvara, enda nánast náttúrulögmál að vinstrimenn hækka skatta. R-listinn, hvar Samfylkingin var lengi vel stærsti flokkurinn, lofaði skattalækkunum ítrekað á meðan hann hélt um stjórnartaumana í Reykjavík en niðurstaðan varð þó allt önnur, álögur á borgarbúa voru þvert á gefin loforð miskunnarlaust hækkaðar.
Tilfellið nú í Noregi sýnir annars vel þann furðulega og takmarkaða hugsunarhátt vinstrimanna að halda að eina leið ríkisins, til að auka tekjur sínar (ef þess þarf endilega) sé að hækka álögur á fólk. Þeir bara skilja ekki, þrátt fyrir fjölda dæma um það, að hægt er að auka tekjur ríkisins með því einmitt að lækka skatta sem leiðir til þess að veltan í viðkomandi þjóðfélagi eykst sem aftur þýðir að ríkið fær minni sneið af stærri köku í stað stærri sneiðar af minni köku áður. Önnur afleiðing þessa er að almenn velsæld eykst eins og þróunin hér á Íslandi á undanförnum árum sýnir einna bezt.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Meginflokkur: Vinstrimenn á villigötum | Aukaflokkar: Hjörtur J., Skattamál | Breytt 27.4.2007 kl. 21:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004