Leita í fréttum mbl.is

Ísland í dag

  • Skattar eru 37,73% þegar tekið er með staðgreiðsla skatta og útsvar. Hámarks útsvar er í dag 13,03% á meðan staðgreiðsluskattar ríkissins eru 24,7%. Þó stendur til að lækka staðgreiðslu skatta um 3% en á sama tíma biðja sveitafélögin um að fá að hækka útsvar sitt enn frekar. Hvergi hefur komið fram hjá sveitafélögum almenn að hagræða í rekstri til að lækka útsvar sitt frekar. Á þessu eru þó undantekningar eins og sjá má á rekstri Seltjarnarnesbæjar þar sem bæði skattar og skuldir lækka án þess þó að ,,þjónustusstig” bæjarins lækki. Allt of fá sveitafélög fylgja fordæmi Seltjarnarnesbæjar.
  • Áfengisverslun er í höndum hins opinbera. Ríkið treystir engum til að selja áfengi á milli kl. 10 á morgnana til kl. 18 á daginn nema sjálfum sér. Reyndar treystir hið opinbera almenningi til að selja áfengi ef keyptur er matur með áfenginu, t.a.m. hamborgarar eða nautasteikur. Í hádeginu getur almenningur fengið sér mat og áfengi með. Það getur hann svo gert aftur seinna um daginn ef hann vil og jafnvel langt fram á nótt. Og hið opinbera treystir líka almenningi til að selja áfengi ef fólk er statt í flugvélum. Jú og svo má líka auðvitað kaupa áfengi svona dagsdaglega á krám og pöbbum ef tilskilin leyfi eru gefin. Reyndar mál líka setja áfengi í minibari á hótelum og verðum við bara að vona að gestirnir viðurkenni að hafa drukkið áfengið þaðan svo að hótelið fái nú borgað. En að selja áfengi í matvörubúðum eða aflétta einokun ríkissins á áfengisverslunum. Nei, það er bannað. Enda stórhættulegt. Almenningi er bara ekki treystandi til að hvorki selja né kaupa áfengi sjálfur. Já, hann er vitlaus þessi almenningur.
  • Hið opinbera rekur almenningssjónvarp og útvarp, meira að segja tvær útvarpsstöðvar. Allir þeir sem fjárfest hafa í sjónvarpi er skyldugt að greiða afnotagjöld. Þá skiptir engu hvort að viðkomandi notar sjónvarpið sitt eingöngu til að horfa á video eða þá gerist áskrfandi að annari sjónvarpsstöð. Nei, skylduáskrift er það og það er fjöldinn allur af stjórnmálamönnum sem telja nauðsynlegt að reka hér stofnun sem sinna á ,,menningar og öryggis” hlutverki sem þeir svo skilgreina sjálfir. Og engu skiptir þó að stofnunin sé rekin með tapi ár eftir ár. Hun skal samt standa.
  • Ríkið stendur í ýmiss konar atvinnurekstri. Ríkið á eignarhluta í hinum ýmsu fyrirtækjum og mest í gegnum Byggðarstofnun. Núna er umræða um það hvað beri að gera við Byggðarstofnun þar sem hún hefur klárað allt sitt fjármagn. Fjármagnið er búið af því að stofnunin hefur verið að lána hinum og þessu fyrirtækjum sem engum hagnaði hafa skilað. En það virðist ekki skipta neina máli. Stofnunina skal reka áfram skattgreiðendur skulu lána fyrirtækjum á landsbyggðinni hvort sem þau ganga eða ekki.
  • Hið opinbera ákveður hverjir skulu keyra farþega hingað og þangað út um land allt. Það er aðeins eitt fyrirtæki sem má t.a.m. keyra farþega úr flugsttöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur. Samkvæmt nokkurra manna nefnd á vegum hins opinbera er engum öðrum treystandi til þess. Jafnvel þótt þeir standi í farþegaakstri dags daglega.
  • Hið opinbera stendur í rekstri íbúðarlánasjóðs í samkeppni við önnur fjármálafyrirtæki. Stjórnmálamenn telja nauðsynlegt að ríkið standi í slíkum rekstri þó svo að önnur fjármálafyrirtæki veiti nákvæmlega sömu þjónustu. Ekki stendur til að leggja Íbúðarlánasjóð niður.
  • Hið opinbera ákveður og semur samræmd próf fyrir alla nemendur landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum. Framhaldsskólum er ekki veitt frelsi til að móta eigin stefnu eða koma með sinn eiginn ,,brag” á skólann. Nei, allir skulu settir í sömu próf og eftir þeim er ,,námsárangur” nemeda skilgreindur.
  • Þeir sem eru með háat tekjur þurfa ekkert sérstaklega að hafa fyrir því að spara því ef þeir missa vinnunna geta þeir fengið tekjutengdar atvinnuleysisbætur. Hinu opinbera datt þetta ,,snjallræði” í hug til að halda frið á vinnumarkaði. Jafnvel þó að ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi náð samkomulagi.
  • Til eru þeir stjórnmálamenn sem hækka vilja skatta enn frekar. Allt er þetta gert í nafni ,,réttlætis” og ,,jafnaðar”. Það er s.s. réttlæti að taka pening af A til að gefa B, nú eða C ef að C er til að mynda hagsmunafélag sem er þóknanlegt hinu opinbera. Sömu stjórnmálamenn leggja ójöfnuð iðulega við óréttlæti. Það er s.s. óréttlátt að einn hagnist vel af einhverju ef annar vinnur fyrir fasta tölu á mánuði. Sömu stjórnmálamenn vilja líka hækka fjármagnstekjuskatt til að menn hagnist nú ekki of mikið. Þeir vilja s.s. ekki heldur að þeir sem jafnvel hafi lágar tekjur safni sér pening í banka og eignist af því vexti. Nei, hið opinbera skal fá sinn skammt af því.

En landið er nú þrátt fyrir þetta allt saman mjög fallegt og fólkið fallegra. Við búum í góðu landi og framtíðin er björt. Við skulum ekki gleyma því að fyrir um 15 árum hefði þessi pistill verið um þrefalt lengri og verulega hefur verið dregið úr afskiptum hins opinbera af okkar daglega lífi.

En betur má ef duga skal og það er hægri stefna sem er vís með að bæta málin enn frekar. Sem betur fer er ríkisstjórn í landinu sem er svona nokkuð hægri sinnuð (þó ekki nóg) en stefna vinstri manna er í stuttu máli, að hækka skatta og hafa enn frekari afskipti af atvinnulífinu og einstaklingum.

Svona er Ísland í dag. En með frekari árangri hægri manna verðu Ísland enn betur á morgun.

Gísli Freyr Valdórsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband