Mánudagur, 14. nóvember 2005
Mánudagspósturinn 14. nóvember 2005
Nú segjast R-listaflokkarnir Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri-grænir ætla að lækka gjöld á Reykvíkinga og sömuleiðis skuldir Reykjavíkur. Skyldu vera borgarstjórnarkosningar í nánd?? Meðal þess sem á að lækka er hið svokallaða holræsagjald sem er skattur sem R-listinn fann sjálfur upp og lagði á borgarbúa árið 1995 aðeins ári eftir að hann komst til valda í borginni og hefur verið innheimtur síðan. Og nú ætla sömu aðilar s.s. að reyna að slá sig til riddara fyrir næstu kosningar með því að lofa að lækka þennan skatt eilítið. Hversu vitlausir halda R-listaflokkarnir eiginlega að borgarbúar séu??
Og R-listaflokkarnir segjast ætla að lækka skuldir Reykjavíkurborgar, reyndar bara um smámuni miðað við þá gríðarlega háu upphæð sem borgin skuldar og þakka má R-listaflokkunum fyrir. Hreinar skuldir borgarinnar, fyrir utan lífeyrisskuldbindingar, eru nú um 64 milljarðar króna. Þessar skuldir segjast R-listaflokkarnir ætla að greiða niður um einn milljarð. Þegar R-listinn tók við völdum í Reykjavík af Sjálfstæðismönnum árið 1994 voru þessar skuldir aðeins um 5 milljarðar. Einhvern veginn hefur R-listaflokkunum s.s. tekizt að nær þrettánfalda skuldir Reykjavíkurborgar á 11 árum og á sama tíma aukið stórlega flestöll gjöld og skatta á okkur borgarbúa og þar af keyrt útsvarið í borginni upp í löglegt hámark, eitthvað sem aldrei hefur gerzt áður í sögu borgarinnar, og að auki fundið upp ýmis ný gjöld til viðbótar.
Og allt þetta hefur átt sér stað á mesta uppgangstímabili Íslandssögunnar þegar fasteignaverð í Reykjavík hefur m.a. rokið upp sem aftur hefur þýtt stórkostlega aukningu á tekjum borgarinnar af fasteignagjöldum. Hvernig er hægt að klúðra fjármálum borgarinnar svona gersamlega??? Og svo mæta forsvarsmenn R-listaflokkanna hver um annan þveran reglulega í fjölmiðla og voga sér að halda því fram upp í opið geðið á okkur borgarbúum að staðið sé með ábyrgum hætti að rekstri borgarinnar. Bíddu hvar? En auðvitað verður að skoða þetta í því ljósi að það eru vinstrimenn sem eru að segja þetta. Þetta er einfaldlega það sem vinstrimenn kalla ábyrgan rekstur.
Hins vegar er þetta ekki í fyrsta sinn sem R-listaflokkarnir lofa skatta- og skuldalækkunum fyrir kosningar. Þeir hafa gert það fyrir hverjar einustu þeirra en aldrei staðið við stóru orðin. Þvert á móti hafa skuldirnar haldið áfram að aukast og skattarnir og gjöldin áfram að hækka. Frægt er t.d. þegar Ingibjörg Sólrún sagði í viðtali í Morgunblaðinu 19. maí 2002 að hún gæti lofað því að álögur á borgarbúa yrðu ekki hækkaðar á því kjörtímabili sem nú fer að ljúka. Ekki var staðið við það frekar en fyrri daginn.
Bendi að öðru leyti á frábæra úttekt á stjórn R-listaflokkanna í Reykjavík í tímaritinu Þjóðmál eftir Magnús Þór Gylfason. Tímaritið kemur fjórum sinnum út á ári og má gerast áskrifandi að því fyrir 3.500 kr. árgjald í bóksölu Andríkis.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004