Leita í fréttum mbl.is

Íslenski Loforðaflokkurinn

Loforðaflokkurinn vill lækka skatta, hækka skattleysismörk, byggja fleiri sjúkrahús, eyða öllum biðlistum, hlúa betur að öldruðum, lækka verð á matvælum, útbreiða almenna hamingju, byggja hálendisvegi, bora göng í gegnum fjöll, byggja nýjan flugvöll, stækka allar hafnir, útvega ókeypis barnagæslu, ókeypis skólagöngu frá fæðingu til grafar, auka framlag Íslands til þróunaraðstoðar, auka frelsi í viðskiptum, byggja góð tónlistar hús, standa við bakið á íþróttahreyfingunni, byggja graslagða innanhús knattspyrnuvelli, draga úr ríkisútgjöldum, styðja við íslenska listdansflokkinn, byggja upp fleiri háskóla á landsbyggðinni, gera mislæg gatnamót, bjarga landsbyggðinni, styðja við höfuðborgarsvæðið, hafa góðar flugsamgöngur, lengja fæðingarorlofið, hækka barnabætur, veita háskólanemum styrki, styrkja iðnám, efla íslenskan iðnað, tryggja öryggi landsins, breikka þjóðveginn, útrýma einbreiðum brúm, bæta aðbúnað og þjónustu grunnskólabarna, vinna gegn offitu, hækka örorku og atvinnuleysisbætur, tryggja öllum nægan tíma til tómstunda, hækka lágmarks laun, styðja skátahreyfinguna, útrýma unglinga drykkju, eyða fíkniefna vandanum, byggja stiga til himins, finna gull og olíu, styrkja sinfóníuhljómsveitina, efla Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, efla leiklistarnám og annað listnám, borga tónlistarnám og íþróttaæfingar ungmenna, eyða viðskiptahallanum, borga niður erlendar skuldir, lengja sumarið og stytta veturinn, stöðva mengun og umhverfis spjöll, tryggja konum sæti í stjórnum fyrirtækja, minnka bilið milli ríkra og fátækra, tryggja öllum næga atvinnu, tryggja menntuðu fólki atvinnu sem hæfir menntun þeirra, auka tungumálakunnáttu Íslendinga, styrkja íslenska rithöfunda og myndlist, byggja fleiri listasöfn, auka samkeppniseftirlit, og almennt eftirlit með markaði og fiskveiðum, auka neytendavernd, bæta samkeppnisaðstöðu íslenskra fyrirtækja, vernda fjölskylduna, hjálpa einhleypu fólki, þyngja refsingar, útvega mannúðleg úrræði fyrir afbortamenn, ókeypis og gott ríkisútvarp, efla íslenskan landbúnað, tryggja gott viðurværi fyrir íslensku sauðkindina, útvega öllum gott húsnæði, forgangsraða í þágu menntunar, forgangsraða í þágu menningar, forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, forgangsraða í þágu velferðar, forgangsraða í þágu samgöngumála... svona heldur þetta áfram... mörg þúsund önnur mis raunsæ loforð eru á stefnuskrá Loforðaflokksins... og svo kemur loforðið um ábyrgð í rekstri ríkis og bæja eins og rúsínan í pylsuendanum.

Íslenski Loforðaflokkurinn er ekki trúverðugur. Fimm stærstu félög Loforðaflokksins heita Vinstri-Grænir, Samflykingin, Frjálslyndiflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjáfstæðisflokkurinn.

Edmund Burke (1729-1797) er að mörgum talinn vera upphafsmaður stjórnmálastefnunnar sem kennd er við íhald. Burke þessi hafði afar einkennilegar skoðanir á mörgu, og ég efast um að nokkur nútímamaður myndi samþykkja öll hans skrif. Undirliggjandi í kenningum Burke var þó ákveðið raunsæi, og ég held að Loforðaflokkurinn mætti margt læra af þessu íhaldsama raunsæi Burke. “Við erum í þessum heimi eins og hann er.” Hvorki stjórnmálamenn né ríkisvaldið hafa það á valdi sínu að breyta þessum heimi í paradís á jörðu, en þeir halda samt áfram að lofa öllu fögru. Fólk telur nú orðið að það sé hlutverk stjórnmálamanna og ríkisvaldsins að tryggja velferð þess og framtíð. Einstaklingurinn er orðinn eins og ungabarn í pössun hjá alnálægu foreldri sínu, stjórnmálamanninum. “Ríkið er minn gæfu smiður” er slagorðið, og enginn vill bera ábyrgð á sjálfum sér. Óeirðir eru nú í Frakklandi, þar sem fólk æðir út á götur og kveikir í bílum. Þeir telja að ríkið hafi ekki verið nógu duglegt við að sinna þeim. Stjórnmálamennirnir hafa ekki séð nægilega vel fyrir þeim. Þeir hafa ekki útvegað þeim störf, ekki greitt nógu hágar bætur, ekki útvegað þeim nógu gott húsnæði og nógu góða menntun...

Þetta eru ósjálfbjarga dekurbörn vestræns velferðakerfis.

Sindri Guðjónsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband