Leita í fréttum mbl.is

Mánudagspósturinn 24. október 2005

Eins og kunnugt er ályktaði Samband ungra sjálfstæðismanna gegn umsókn Ísland um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á þingi sínu sem haldið var í Stykkishólmi 39. september - 2. október sl. Ályktunin sem samþykkt var á þinginu var svohljóðandi:

„Ungir sjálfstæðismenn telja að hætta eigi við framboð um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Ljóst þykir að kostnaðurinn við aðildarferlið, og þá kosningarbaráttu sem heyja þarf vegna aðildar, er gríðarlegur. Jafnframt liggur fyrir að seta í ráðinu muni hafa stóraukin útgjöld til utanríkismála í för með sér sem næg þykja fyrir. Þá hefur engan veginn verið gerð nægileg grein fyrir því hvaða verkefnum Ísland mun beita sér fyrir í Öryggisráðinu eða öðrum ávinningi af setu landsins.“

Á þinginu lýsti nýkjörinn formaður SUS, Borgar Þór Einarsson, því yfir að hann hyggðist leggja fram samhljóða tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og var greint frá því í fjölmiðlum að þinginu loknu. Skemmst er frá því að segja að af þessu varð þó ekki og veltir maður því eðlilega fyrir sér hvað hafi eiginlega valdið því...

---

Og í tilefni af því að forystumenn Samfylkingarinnar vilja víst endilega taka upp evru hér á landi í staðinn fyrir íslenzku krónuna. Ég hef nú áður komið inn á það á þessum vettvangi hversu fáránleg sú hugmynd er en það virðast þó engin takmörk vera fyrir því hversu misheppnuð evran er. Nú síðast var greint frá því í Financial Times að evran hefði verið einn veikasti gjaldmiðill heimsins á þessu ári. Þegar 58 helztu gjaldmiðlar heimsins voru bornir saman að þessu leyti kom í ljós að evran var aðeins í 50. sæti.

Ástæðuna fyrir þessu segir blaðið einkum vera stýrivaxtastefna Seðlabanka Evrópusambandsins og sáralítill hagvöxtur á evrusvæðinu. Vitnað er í Mario Mattera, sérfræðing í gjaldeyrismálum hjá Metzler bankanum í Þýzkalandi, sem segir að það sé hvorki útlit fyrir mikinn hagvöxt á evrusvæðinu né vaxtastig sem geti laðað að sér fjárfesta. Mattera bætti því síðan við að miklar efasemdir væru uppi um að Evrópusambandið gæti komið á þeim efnahagsumbótum sem nauðsynlegar væru til að koma evrusvæðinu á réttan kjöl.

Er þetta það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Sveinn Hannesson vilja að Ísland verði hluti af? Þetta blessaða fólk veit augljóslega ekki nokkurn skapaðan hlut hvað það er að tala um.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband