Föstudagur, 7. október 2005
Af andrúmslofti og meintri græðgi

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, fór mikinn í ávarpi á ársfundi Starfsgreinasambands Íslands í vikunni. Grétar lagði mikla áherslu á að ,,andrúmsloftið í samfélaginu einkennist í ríkum mæli af græðgi, sem menn hafi ekki áður upplifað jafn sterkt og um þessar mundir.
Grétar útskýrði þessi orð sín ekkert frekar. Hann hélt reyndar áfram og sagði Það hefur fjarað undan samfélagslegum gildum, samkennd og samhjálp og ég hef ekki séð að stjórnvöld hafi haft uppi neina tilburði til að koma í veg fyrir þessa þróun."
Ég býð ennþá þess tíma þegar verkalýðsforingjar átta sig á því hvernig raunveruleikinn virkar. Grétar hefur nú lagst niður á sama lága plan og ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar með því að útskýra allt það sem þeim mislíkar í samfélaginu sem andrúmsloft sem einhver ber ábyrgð á, í þessu tilviki á það líklega að vera ríkisstjórnin. Allavega segir Grétar í ræðu sinni að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til að vinna gegn fyrrnefndu andrúmslofti.
Þá er ekki úr vegi að spyrja, er það hlutverk ríkisstjórnarinnar að berjast gegn andrúmslofti? Ef að andrúmsloftið er græðgi, eins og margir vilja halda fram, á þá ríksstjórnin að berjast gegn því. Segjum nú að ,,andrúmsloftið væri níska. Gætu þá t.a.m. sölumenn og fl. komið fram í fjölmiðlum og sakað ríkisstjórnina um að berjast ekki gegn þessu.
Ég held þó því miður við getum tæplega haldið því fram að þetta sé velferðarfrumvarp með félagslegum áherslum. Þetta stórkostlega tækifæri til að snúa við blaðinu og hreinlega þurrka út stærstu vankantana á velferðarkerfinu er notað til að færa þeim meira sem mest hafa, með því að útfæra illa tímasettar skattalækkanir þannig að hátekjufólkið fær mest.
Síðan hefur andrúmsloftið, þenslan og græðgin gert það að verkum að sumir atvinnurekendur hafa notfært sér ástandið og fengið til starfa erlent vinnuafl sem síðan er misnotað til að knýja niður kjör á almennum vinnumarkaði," sagði Grétar m.a. í ræðu sinni.
Verkalýðsleiðtogar og margir stjórnmálamenn eru alltof duglegir við að velja sér tískuorð til að vekja athygli á málstað sínum. Oft á tíðum blaðra menn einhverja vitleysu sem ekki nokkur maður skilur en hún hljómar bara vel í eyrum þeirra sem ekki vita betur.
Nú hefur margoft verið sýnt fram á að skattalækkanir núverandi ríksstjórnar eru að koma fólki með lágar- og miðlungs tekjur nokkuð vel. (Hafa skal í huga að ef hér væri vinstri stjórn væru skatta ekkert að lækka). Andrúmsloft, þensla og græðgi hafa ekkert með það að gera að menn skuli flytja inn erlent vinnuafl. Það er einfaldlega hagræðing sem er í takt við allt það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Hagræðing er hins vegar orð sem vinstrimenn og verkalýðsleiðtogar vilja ekki kannast við.
Svo orkar það líka tvímælis að verkalýðsleiðtogar með hátt í milljón á mánuði skuli í sífellu þykjast vera að berjast fyrir málstað láglaunafólks. Þeir eru út takti við raunveruleika þess fólk sem þeir þykjast vera að berjast fyrir.
Það sem einnig er áhugavert að athuga er að Grétar hefur ekkert fyrir sér í því að það hafi fjarað undir samfélagslegum gildum, samkennd og samhjálp. Það er enginn mælikvarði á slíku og þetta aðeins hluti af áróðursstríði ASÍ. Samkennd og samhjálp samkvæmt þeirra skilningi er oftast fólgin í því að seilast í vasa skattgreiðenda og neyða þá til að greiða fyrir hitt og þetta. Grétar gleymir því að hér eru starfræktur fjöldinn allur að líknafélögum sem meira og minna eru rekin á sjálfboðastarfi og frjálsum framlögum. Það er allt í lagi að menn í stöðu eins og Grétar sýni fram á hvað þeir meini með slíkum upphrópunum.
Ég hef áður skrifað um verkalýðsleiðtoga hér á síðuna en ég til oft að þeir geri verkafólk í þjóðfélaginu meiri skaða en gagn. Hvet ég fólk til að lesa þá grein.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr(a)simnet.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004